Sveitarstjórn

628. fundur 07. mars 2024 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá málið: Stjórnsýslukæra - kærð er ákvörðun Eyjafjarðarsveitar um að gera eignarland Þormóðsstaða að samnotaafrétt. Tilkynning um úrskurð Innviðaráðuneytis í máli IRN24020051
 
Var það samþykkt samhljóða og verður 11. liður dagskrár.
Dagskrá:
 
Forgangserindi
1. 2403002 - Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2023 - fyrri umræða
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023 lagður fram til fyrri umræðu. Á fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG og fór yfir reikninginn. Samþykkt samhljóða að vísa reikningnum til síðari umræðu.
 
Fundargerð
2. 2402009F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 408
Fundargerð 408. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2308015 - Stóri-Dalur - umsókn um stofnun sjö nýrra lóða
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 408
Fyrir fundinum liggur uppfærður uppdráttur dags. 24. janúar 2024 þar sem lóð sem nefnd
var "Náma" í upprunalegu erindi hefur verið felld út svo eftir standa sex lóðir. Á lóðunum "Þríhyrningi" og "Friðardal" er merktur byggingarreitur fyrir frístundahús sem einnig er sótt um samþykki sveitarstjórnar fyrir.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt með þeim skilyrðum að kvöð verði lýst á landeignirnar svo aðkoma og lagnaleiðir séu tryggðar að öllum hlutaðeigandi landeignum auk lands innar í dalnum. Auk þess áréttar skipulagsnefnd að byggingarheimildir fylgi ekki öðrum lóðum en Þríhyrningi og Friðardal. Samhliða byggingarleyfisumsókn á lóðunum þarf að ganga úr skugga um að ekki sé ofanflóðahætta til staðar á svæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindi með þeim skilyrðum að kvöð verði lýst á landeignirnar svo aðkoma og lagnaleiðir séu tryggðar að öllum hlutaðeigandi landeignum auk lands innar í dalnum samkv. uppdrætti dags. 24.01.24. Auk þess áréttar skipulagsnefnd að byggingarheimildir fylgi ekki öðrum lóðum en Þríhyrningi og Friðardal. Samhliða byggingarleyfisumsókn á lóðunum þarf að ganga úr skugga um að ekki sé ofanflóðahætta til staðar á svæðinu.
 
2.2 2402023 - Þormóðsstaðir L152844 - beiðni um skráningu landamerkja 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 408
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til undirritun beggja eigenda Þormóðsstaða hefur borist.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.3 2402028 - Húsnæðisáætlun 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 408
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skýrslan verði uppfærð varðandi skipulags- og byggingaráform á nýjum íbúðarsvæðum í Vaðlaheiði. Nefndin frestar afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar um að skýrslan verði uppfærð varðandi skipulags- og byggingaráform á nýjum íbúðarsvæðum í Vaðlaheiði. Afgreiðslu er frestað.
 
2.4 2402025 - Rammahluti aðalskipulags - fráveita utan þéttbýlis
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 408
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.5 2211014 - Rammahluti aðalskipulags
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 408
Lagt fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.6 2403001 - Fundarplan skipulagsnefndar í kringum páska 2024
 
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 408
 
Skipulagsnefnd áætlar að fella niður fund sem áætlaður var 1. apríl.
 
 
Fundargerðir til kynningar
3. 2402026 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 943
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
 
Almenn erindi
4. 2402002 - Viðbrögð við mönnunarvanda í leikskóla
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins. Gefur ekki tilefni til ályktana.
 
5. 2403004 - Freyvangsleikhúsið - Samningur um afnot af Freyvangi
Sveitarstjóri og oddviti sveitarstjórnar gera grein fyrir samtali við stjórn Freyvangsleikhússins þar sem óskað var eftir áframhaldandi samning um afnot af Freyvangi. Fyrir fundinum liggja uppfærð drög af samning við Freyvangsleikhúsið.
 
Sveitarstjórn fagnar því hve vel starfsemi Freyvangsleikhússins hefur gengið undanfarin tvö ár og telur að það fyrirkomulag sem nú er viðhaft varðandi afnot leikfélagsins að Freyvangi sé vel til þess fallið að efla starfsemi þess og því mennningarlega gildi sem Freyvangsleikhúsið hefur fyrir svæðið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við Freyvangsleikhúsið út frá þeim drögum sem fyrir fundinum liggja. Samningurinn er endurnýjun á eldri samningi og er sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
 
6. 2312005 - Skógræktarfélag Eyfirðinga - Ósk um endurnýjun samnings og staða mála
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við Skógræktarfélag Eyfirðinga út frá þeim drögum sem fyrir fundinum liggja. Samningurinn er endurnýjun á eldri samningi og er sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
 
7. 2403005 - Hestamannfélagið Funi - samstarfssamningur endurnýjun
Sveitarstjóri og oddviti sveitarstjórnar gera grein fyrir samtali við stjórn Hestamannafélagsins Funa. Fyrir fundinum liggja uppfærð drög af samning við félagið.
 
Afgreiðslu frestað.
 
8. 2403007 - Hestamannafélagið Funi - samstarfssamningur um uppbyggingu reiðvega
Sveitarstjóri og oddviti sveitarstjórnar gera grein fyrir samtali við stjórn Hestamannafélagsins Funa varðandi áframhaldandi uppbyggingu á reiðvegum í sveitarfélaginu. Fyrir fundinum liggja uppfærð drög af samning við félagið.
 
Fyrirliggjandi samningsdrög um styrk til uppbyggingar reiðvega eru samþykkt samhljóða. Samningurinn er endurnýjun á eldri samningi við félagið. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn.
 
9. 2403006 - Ungmennfélagið Samherjar - samstarfssamningur endurnýjun
Sveitarstjóri og oddviti sveitarstjórnar gera grein fyrir samtali við stjórn UMF Samherjar. Gefur ekki tilefni til álytana.
 
10. 2402022 - Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis
Lagt fram til kynningar sjónarmið Matvælaráðuneytisins varðandi regluverk um búfjárbeit.
 
11. 2301021 - Stjórnsýslukæra - kærð er ákvörðun Eyjafjarðarsveitar um að gera eignarland Þormóðsstaða að samnotaafrétt
Tilkynning um úrskurð Innviðaráðuneytis í máli IRN24020051
 
Lagt fram til kynningar.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?