Sveitarstjórn

245. fundur 11. desember 2006 kl. 23:27 - 23:27 Eldri-fundur

245. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Syðra Laugalandi 17. febrúar 2004, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Valdimar Gunnarsson, Arnar árnason, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


1. Kynning á starfsemi Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar
á fundinn mættu Katrín Dóra þorsteinsdóttir og Erla Björg Guðmundsdóttir og kynntu starfsemi Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.

2. Fundargerð stjórnar Eyþings, 149. fundur, 5. feb. 2004
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 65. fundur, 20. jan. 2004
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Fundargerðir umferðarnefndar, 14. og 15. fundur, 30. okt. og 7. nóv. 2003
Fundargerð 14. fundar gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð 15. fundar. Sveitarstjóra falið að semja drög að erindi til Vegagerðar með hliðsjón af umfjöllun umferðarnefndar um vegamál svo og þeim umræðum sem fram fóru á fundinum.
5. Umsókn um leyfi til að reka gistiaðstöðu. Umsækjandi Elín M. Stefánsdóttir, Fellshlíð.
Sveitarstjórn samþykkir erindið með þeim fyrirvara að fyrir liggi þau gögn og vottorð sem krafist er áður en leyfið er veitt.

6. Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun
óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um tillöguna.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu.

7. Reglugerð um daggæslu í heimahúsum
óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um fyrirliggjandi reglugerðardrög.
Erindinu er vísað til félagsmálanefndar og henni falið að afgreiða málið.

8. Erindi nefndar um sameiningu sveitarfélaga dags. 22. jan. 2004, beiðni um samstarf
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar tjáir sig reiðubúna til að taka þátt í umræðum um sameiningu sveitarfélaga og verkaskiptingu milli ríkisvaldsins og sveitarfélaganna og leggja fram nauðsynlega vinnu í því samhengi. það er hins vegar skoðun sveitarstjórnar að sú umræða og vinna þurfi að fara fram á breiðari grundvelli og fyrir því þurfi Sameiningarnefndin og stjórn Eyþings, sem samstarfsaðili hennar, að beita sér. Sveitarstjórn skorar því á fyrrnefnda aðila að gangast fyrir því að málefni þetta verði tekið upp til umræðu meðal sveitarstjórnarmanna á Eyjafjarðarsvæðinu á grundvelli ákveðinnar dagskrár og tímaáætlunar. Meðan slík umfjöllun og umræða hefur ekki farið fram telur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ekki ástæðu til þess að einstakar sveitarstjórnir leggi fram tillögur í þessum efnum."

9. Umsagnir um hugsanlega efri virkjun í Djúpadalsá
Fyrir fundinum lágu umsagnir frá eftirtöldum aðilum:
Veiðimálastjóra, dags. 29. janúar 2004.
Minjaverði Norðurlands eystra, dags. 10. febrúar 2004.
Náttúruverndarnefnd Eyjafjarðar, dags. 16. febrúar 2004.
Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að krefjast þess að fyrirhuguð efri virkjun í Djúpadalsá fari í umhverfismat að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem fram koma í umsögnum Veiðimálastjóra og Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar.
Sveitarstjóra er falið að kynna þessa ákvörðun fyrir Skipulagsstofnun.

þá er sveitarstjóra falið að kynna fyrir framkvæmdaaðila og landeigendum að áður en skipulagi er breytt þurfi m.a. að liggja fyrir samkomulag framkvæmdaaðila við landeigendur.

10. Skipan nefndar um ,,Smámunasafnið''
Samþykkt að nefndin verði skipuð með eftirfarandi hætti:

Sveitarstjórn skipar 1 fulltrúa
Hólaskóli ferðamálabraut tilnefni 1 fulltrúa
Menningarmálanefnd - 1 fulltrúa

Sveitarstjórn samþykkir að skipa Valdimar Gunnarsson.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 23:00

Getum við bætt efni síðunnar?