Sveitarstjórn

312. fundur 11. janúar 2007 kl. 02:32 - 02:32 Eldri-fundur

Sveitarstjórn 312. fundur

312. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 15. desember  2006 kl. 18.00.
Mætt voru:  Arnar árnason,  Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Sigríður örvarsdóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason


1. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2007,  síðari umræða.

Fyrir lá eftirfarandi tillaga að álagningu skatta og þjónustugjalda 2007:

 útsvar                            13,03%  (óbreytt)
 Fasteignaskattur, A stofn   0.41%   hækkun úr 0,37%
 Fasteignaskattur, B stofn   0.88%   lögboðin breyting
 Fasteignaskattur, C stofn   1,20%   hækkun úr 0,37%
 Vatnsskattur                     0.11%   (óbreytt)
 Holræsagjald                    0.055% (óbreytt)
 Lóðarleiga                        0.75%   (óbreytt)
Elli- og örorkulífeyrisþegum verði veittur afsláttur af fasteignaskatti af eigin íbúðarhúsnæði enda sé viðkomandi þar búsettur. Afslátturinn er annað hvort 50% eða 100% að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna þ.m.t. eigna og fjármagnstekna síðast liðins árs, samkv. skattframtali.

Gjalddagar fasteignagjalda verði 5 þ.e.  1. febrúar,  1. mars,  1. apríl,  1. maí og 1. júní.

Tekjuviðmið verði:
 Fyrir einstaklinga
 a)  með tekjur allt að   kr. 1.668.077.-   100% afsláttur
 b)  með tekjur á bilinu kr. 1.668.077.- - 1.918.915.-  50% afsláttur

 Fyrir hjón og sambúðarfólk
 a)  með tekjur allt að    kr. 2.332.798.-    100% afsláttur
 b)  með tekjur á bilinu  kr. 2.683.974.-  -2.683.974.-  50% afsláttur  
 
Tillaga að þjónustugjöldum:
 Sorphirðugjald hækki um 15% og verði  sem hér segir:
 240 l ílát          kr. 14,174,-
 500 ? 660 l ílát kr. 22,120,-
 1100 l ílát        kr. 51,393,-
 Sumarhús        kr.   3,838,-
þeir sem gert hafa sérstakan samning um jarðgerð fái  3.000.- kr.  afslátt af sorphirðugjaldi.

 Rotþróargjald hækki um 4% og verði sem hér segir:
 þróarstærð allt að 1800 l    kr. 5,785,-
 þróarstærð 1801 ? 3600 l    kr. 8,834,-


Gjaldskrá leikskóla verði óbreytt að tillögu skólanefndar.
Skólavistunargjald hækki um 4%.


Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.
Hafnað var styrkumsókn  frá  Sögufélagi Eyfirðinga dags. 27. sept. 2006.

áætlunin var að öðru leiti samþykkt samhljóða.

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2007 í þús. kr.:
Tekjur    kr. 474.697.-
Gjöld án fjármagnsliða kr. 439.325.-
Fjármunatekjur og gjöld kr.   19.243.-
Rekstrarniðurstaða  kr.   16.130.-


í ljósi þess að núverandi fjármögnun á fasteignum sveitarfélagsins skilur eftir takmarkað svigrúm til annarra verkefna en rekstur þeirrar grunnþjónustu sem sveitarfélagið veitir íbúum sínum samþykkir sveitarstjórn að skoðað verði á árinu 2007 að endurfjármagna lán sveitarfélagsins með þeim hætti að það létti á greiðslubyrði þess.  þannig yrði sveitarfélagið betur í stakk búið til að mæta frekari fjárfestingum.


Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 18:40

 


 

 


Getum við bætt efni síðunnar?