Næstkomandi fullveldisdag, fimmtudaginn 1. desember, verður mikil menningarveisla með kaffihúsabrag í Laugarborg kl. 20:00.
Næstkomandi fullveldisdag, fimmtudaginn 1. desember, verður mikil menningarveisla með kaffihúsabrag í Laugarborg kl. 20:00.
Efnt hefur verið til lagakeppni í Eyjafjarðarsveit og munu lögin sem komust í úrslit verða flutt og vinningshafinn krýndur.
Dagskráin er tileinkuð Garðari Karlssyni en það eru 10 ár síðan hann féll frá og verður flutt tónlist eftir hann.
Flytjendur tengjast allir Garðari á einhvern hátt. Fjölskyldumeðlimir, samstarfmenn, söngfélagar, gamlir nemendur og vinir
M.a. verður comeback Barnaskólakórs Laugalandsskóla sem Garðar stofnaði 1983. Tvöfaldur karlakvarett, auk þess sem Auðrún Aðalsteinsdóttir,
Helena Eyjólfsdóttir og Vigdís Garðarsdóttir munu syngja.
Húsið verður opnað kl. 20:00. Skemmtunin hefst kl. 20:30. Aðgangseyrir er 1500 kr. (kaffi og pínu meððí innifalið). Miðar eru seldir við
innganginn.
Því miður er ekki hægt að taka við greiðslukortum.
Menningarmálanefnd og Tónlistaskóli Eyjafjarðar