Aðventukvöld


Aðventukvöld í Grundarkirkju, sunnudaginn 13. des n.k. kl.20:30 ATH BREYTTAN TÍMA.
 
Að venju verða fjölbreytt atriði á dagskrá en ræðumaður er frú Sigríður Bjarnadóttir, Hólsgerði. Þá leika nemendur úr tónlistarskóla Eyjafjarðarsveitar og skólakór Hrafnagilsskóla undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur syngur.
 
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur nokkur lög eftir Daníel Þorsteinsson undir hans stjórn og þar á meðal nýtt jólalag eftir hann.