ALDÍSARLUNDUR – HUGARFLUGSFUNDUR í Hrafnagilsskóla 17. maí kl. 20:30

Eyjafjarðarsveit keypti á árinu 2017 svæðið fyrir ofan Hrafnagilshverfi á því svæði er m.a. Aldísarlundur. Svæðið er hugsað til útivistar og kennslu. Sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum frá íbúum um nýtingu svæðisins. Margar áhugaverðar hugmyndir bárust og voru þær kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins. 

Á fundi sveitarstjórnar 30. nóvember var lögð fram samantekt Hólmgeirs Karlssonar um þær hugmyndir sem bárust og tillaga hans um næstu skref.

Eftirfarandi var bókað:

„Fyrir fundinum lá samantekt Hólmgeirs Karlssonar varðandi hugmyndasamkeppni um þróun og nýtingu svæðis ofan Hrafnagilshverfis til útivistar. Sveitarstjórn þakkar Hólmgeiri fyrir greinargóða samantekt og samþykkir tillögu hans um næstu skref. Sveitarstjórn óskar eftir því að Hólmgeir verði fulltrúi sveitarstjórnar í fyrirhuguðum vinnuhóp.“

Tillögur til sveitarstjórnar um næstu skref í málinu:

  • Haldinn verði kynningarfundur með þeim aðilum sem sýndu málinu áhuga og sendu inn tillögur ásamt fulltrúum nefnda sem tengst geta verkefninu.
  • Stofnaður verði í framhaldi vinnuhópur sem fái það verkefni að samræma og velja tillögur til framkvæmda með heildarskipulag svæðisins í huga.
  • Í vinnuhópnum verði í það minnsta einn aðili frá sveitarstjórn eða sveitarstjóri. Æskilegt væri einnig að fulltrúar frá umhverfisnefnd, skólanefnd, og íþrótta-og tómstundanefnd ættu fulltrúa ásamt skólanum.
  • Fenginn verði aðili með sérþekkingu til að ráðleggja um grisjun. Mikilvægt er þó að fyrst verði dregin fram heildarmynd um hvar eigi að leggja stíga og setja rjóður sem dæmi, þannig að grisjun verði um leið markviss og spilli ekki þeim hugmyndum sem á að framkvæma.
  • Sveitarstjórn ákveði að verja ákveðinni upphæð á næsta ári til að hefja verkefnið, t.d. 3 til 5 milljónum króna.

 

Í framhaldi af því sem hér hefur verið rakið eru þeir sem áhuga hafa á málinu boðaðir til vinnufundar í Hrafnagilsskóla fimmtudagskvöldið 17. maí kl. 20:30 til að vinna áfram með málefnið, útfæra tillögur og leggja á ráðin um þróun svæðisins.

Viðburður á Facebook