Almenningssamgöngur og skólaakstur

Almenningssamgöngur hófust í Eyjafjarðarsveit við skólabyrjun nú í haust. Áður hafa verið gerðar tilraunir með almenningssamgöngur í sveitarfélaginu en eftir stuttan reynslutíma hefur þeim verið hætt vegna mikils kostnaðar og tiltölulega lítillar þátttöku.
Almenningi er boðið að nota skólabíla og síðan er ekið frá Hrafnagilsskóla til Akureyrar. Til þess að bíllinn sem fer til Akureyrar nýtist sem flestum hefur þurft að flýta skólaakstri, en þeirri ákvörðun hefur verið mótmælt af ýmsum.

Á fundi sveitarstjórnar 13. nóvember s.l. var eftirfarandi bókun gerð:

„Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um samþættingu skólaaksturs og almenningssamgangna með tilheyrandi breytingu á skólaakstri. Fyrir fundinum liggja m.a.:

  • Ályktun frá íbúafundi 6. nóvember s.l. þar sem 18 einstaklingar skora á sveitarstjórn að falla frá núverandi fyrirkomulagi og færa skólaakstur í fyrra form.
  • Áskoranir á sveitarstjórn að halda sig við núverandi fyrirkomulag.
  • Tímamælingar og upplýsingar um notkun þar sem fram kemur að ca. 18 einstaklingar nýta sér aksturinn á morgnana og að tímasetning henti mjög vel.
  • Skoðanakönnun meðal þeirra sem nýta sér aksturinn þar kemur fram að seinkun um meira en 5 min. myndi hafa þau áhrif að allt af 50% þeirra sem nú nýta sér aksturinn myndi ekki gera það áfram.
  • Punktar frá skólastjórnendum Hrafnagilsskóla, aðgerðir sem þeir telja að væru til bóta varðandi byrjun á skóladeginum.

Með hliðsjón af ofangreindu og þeim vilja sveitarstjórnar að reka almenningssamgöngur í sveitarfélaginu svo og þeirri skyldu sveitarstjórnar að gera það á sem hagkvæmastan hátt til hagsbóta fyrir alla íbúa sveitarfélgsins, þá samþykkir sveitarstjórn að halda áfram því fyrirkomulagi sem nú er með þeim breytingum að skólabílum verði seinkað um 5 mín. og að unnið verði að lagfæringum í skólanum í samræmi við fyrirliggjandi punkta skólastjórnenda.
Það er einlæg ósk sveitarstjórnar að nást megi sátt um þetta fyrirkomulag sem hún telur vera mikið framfaraspor og sé til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.

Tillaga samþykkt samhljóða

Fulltrúar F-listans L.G. og J.S. telja æskilegt að koma til móts við niðurstöður íbúafundar um almenningssamgöngur og keyra svokallaða Sólgarðsleið. Við nánari skoðun er hluti vegarins það varasamur að hann telst ekki boðlegur fyrir almenningssamgöngur og því ekki hægt að verða við þeirri ósk.”

Tímaáætlun og frekari upplýsingar um skólaakstur og almenningssamgöngur eru undir þjónustu hér á vefnum.