Fréttayfirlit

MYRKIR MÚSÍKDAGAR Í LAUGARBORG

3. – 10. febrúar 2008 fara Myrkir músíkdagar fram í fjórða sinn í Laugarborg.
Að þessu sinni fara fram fernir tónleikar innan Myrkra músíkdaga:

3. febrúar kl. 14.00 flytja Margrét Bóasdóttir, sópran og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari ljóðasöngva eftir Jón Hlöðver Áskelsson
5. febrúar kl. 20.30 leikur Camilla Söderberg á blokkflautur verk eftir sjálfa sig og Kjartan Ólfasson. Verkin innihalda einnig raftónlist.
7. febrúar kl. 20.30 leika Sigurður Halldórsson, selló Daníel Þosteinsson, píanó og Marta Hrafnsdóttir, alt. Frumflutt verður m.a. tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson
10. febrúar kl. 15.00 koma fram Gerður Bolladóttir, sópran, Sophie Shoonans, harpa og Pamela de Senzi, þverflauta. Flytja þær dagskrá af ljóðatónlist, aðallega Almanaksljóð við texta Bolla Gústafssonar.

Nánar um dagskrána á www.listir.is/myrkir
01.02.2008

Um efnistöku.

Ásókn í að taka efni úr Eyjafjarðará, eyrum þveráa hennar og úr óshólmasvæði Eyjafjarðarár hefur stóraukist að undanförnu. Búast má við að þessi ásókn eigi enn eftir að aukast ekki síst vegna þess að námum hefur víða verið lokað í nágrannasveitarfélögunum eins og t. d. á Akureyri og stórar verklegar framkvæmdir, sem krefjast mikils efnis til fyllingar eru framundan. Stærsta einstaka framkvæmdin er væntanlega lenging Akureyrarflugvallar, en áætlað er að hún þarfnist ca. 120 – 130 þús. rúmm. af fyllingarefni. Fyrirhugað mun að bjóða þessa framkvæmd út innan tíðar.
01.02.2008

Dagur leikskólans

Að frumkvæði Félags leikskólakennara verður "Dagur leikskólans" haldinn  n. k. miðvikudag 6. febrúar og er áformað að svo verði árlega.

Sjá nánar á slóðinni http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/dagur_leikskolans.pdf
31.01.2008

Lausar byggingarlóðir

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar til umsóknar 15 lóðir fyrir einbýlishús á einni (E I) til tveimur (E I/II) hæðum.

Nánar um umsóknirnar

29.01.2008

Lóðir Reykárhverfi IV

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar til umsóknar 15 lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð (E I) lóðir nr. 2-4-6-8-10-12-14-38-40 og á einni eða tveimur hæðum (E I/II) lóðir nr. 1-3-5-7-9-23. Skipulagssvæðið liggur norðan Hrafnagilsskóla og austan Eyjafjarðarbrautar vestri.
Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í maí 2008.

29.01.2008

Um eyðingu á skógarkerfli

Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2008 að styrkja tilraunaverkefni um eyðingu kerfils í Eyjafjarðarsveit.

24.01.2008

Nýtt fundarkerfi

picture_005_120 Á 339. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem haldinn var 15. janúar var tekið í notkun OneMeeting – Fundabókunarkerfi. Kerfinu er ætlað að auðvelda og flýta fyrir gerð fundarboða og sparar þannig mikinn tíma.

16.01.2008

Umhverfisviðurkenningar fyrir 2007

Umhverfisnefnd hefur afhent umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2007. Að þessu sinni hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilega umgengni á bújörð, skógrækt og áhuga á varðveislu minja, þau Leifur Guðmundsson og Þórdís Karlsdóttir eigendur og ábúendur í  Klauf.  Eigendur Samkomugerðis II, Baldvin Birgisson og Hanna María Skaftadóttir,  fengu viðurkenningu fyrir metnaðarfulla endurbyggingu eldra húss ræktun umhverfis.
14.01.2008

SAGA ÍSLENSKRAR TÓNLISTAR II

Fyrirlestur 12. janúar 2008 kl. 15.00 í Tónlistarskólanum á Akureyri
Tónleikar 13. janúar 2008 kl. 15.00 í Laugarborg
Miðaverð á báða viðburði kr. 4.000,-
Miðaverð á tónleika kr. 2.000,-
Flytjendur: Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzosópran Bjarni Thor Kristinsson, bassi & Daníel Þorsteinsson, píanó
Efnisskrá: Íslensk sönglög frá ýmsum tímum
11.01.2008

Ársafmæli Sundlaugar Hrafnagilsskóla

sundlaug__hrmmynd_400
Sunnudaginn 13. janúar n. k. verður hin glæsilega sundlaug við Hrafnagilsskóla ársgömul. Afmælinu ætlum við að fagna með því að frítt verður í sund á afmælisdaginn, auk þess sem gefinn verður 10% afsláttur af sundkortum.

Vetraropnunartími sundlaugarinnar er:
Alla virka morgna 6:30-8:00
Mánudaga og föstudaga 14:00-21:30
Þriðju-, miðviku- og fimmtudaga 17:00-21:30
Laugardaga og sunnudaga 10-17

10.01.2008