Fréttayfirlit

Páskabingó Umf. Samherja

Umf Samherjar halda páskabingó í Laugarborg þriðjudagskvöldið 7. apríl n. k.
Auglýsingu Samherja má sjá hér.
01.04.2009

Páskaopnun Smámunasafns

smamunasafn_logo_120

Munið Smámunasafnið um páskana. Opið 9. - 13. apríl milli kl. 13:00 og 18:00. Ný sýning opnuð og falin páskaegg.
Verið velkomin www.smamunasafnid.is

25.03.2009

Aðal- og deiliskipulag - Ölduhverfi


A.    Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi.
Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025. Breytingin fellst í að fellt er út svæði(FS1 - FS7) fyrir frístundabyggð og er svæðið minnkað allmikið að vestanverðu. Jafnframt stækkar íbúðarsvæði allnokkuð. Svæðið liggur norðan Reykárhverfis og sunnan Kristness. Gert er ráð fyrir að á svæðinu geti risið allt að 200 einbýlishús og er íbúðarsvæðið 70 ha að stærð.

Sjá aðalskipulagsuppdrátt hér


B.    Auglýsing um nýtt deiliskipulag.
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Eyjafjarðarsveit. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri íbúðarbyggð í landi Kropps, hverfið nefnist Ölduhverfi. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 197 einbýlishúsalóðum sem eru á bilinu 1200m2 - 4000m2.

Sjá deiliskipulagsupdrátt hér

Sjá greinargerð með deiliskipulagi hér


Tillögur þessar verða til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra - Laugalandi og á heimasíðu sveitarfélagsin www.eyjafjardarsveit.is frá og með 25. mars 2009.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 6. maí 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar.
Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögurnar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.

Jafnframt er áður birt auglýsing í Lögbirtingarblaðinu 10. desember s. l. afturkölluð.

Syðra-Laugarland 24. mars 2009.
F.h. sveitarstjórnar,
Stefán Árnason, skrifstofustjóri.

23.03.2009

Auglýsing frá Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar

Skjólbeltaræktendur í fyrrum Öngulsstaðahreppi geta sótt um styrk í Skjólbeltasjóð Kristjáns Jónssonar.

17.03.2009

Tónleikar í Laugarborg

Þórir Jóhannsson og Sólveig Anna JónsdóttirÞórir Jóhannsson kontrabassaleikari & Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari halda tónleika í Laugarborg 13. mars kl. 20.30 & Dalvíkurkirkju 15. mars kl. 16.00   
Á efnsiskránni verða verk eftir Schubert, Bottesini, Koussevitzky, Fauré, Oliver Kentish og Karólínu Eiríksdóttur.

AÐGANGUR AÐ TÓNLEIKUNUM ER ÓKEYPIS
12.03.2009

Vínland í Freyvangsleikhúsinu


vinland779_120Vínland er fjölmennur söngleikur eftir Helga Þórsson sem gerist á tímum víkinga  meðal norrænna manna á Grænlandi og svo færist sögusviðið yfir til Vínlands í Ameríku. Sagan fjallar um; ástir og örlög, kristni og heiðni, víkinga og indjána, gleði og sorgir en umfram allt mennskuna sem alltaf er söm við sig í gegnum allar aldir.
04.03.2009