Reiðvegir í Eyjafjarðarsveit
Reiðvegir í Eyjafjarðarsveit – héraðsleiðir 8 og 2
Breyting á aðalskipulagi - deiliskipulag
Deiliskipulag
Greinargerð með deiliskipulagi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að tveim reiðleiðum í Eyjafjarðarsveit. Auglýst er ný leið, héraðsleið 8, frá Miðbraut að Bringu, að mestu leyti meðfram Eyjafjarðarbraut eystri (829) og reið- og gönguleið, héraðsleið 2, norðan Miðbrautar (823), frá hitaveituvegi að Eyjafjarðará.
Skipulagið ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 28. desember 2009. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillögunar fyrir auglýstan frest telst samþykkur þeim.
13. nóvember 2009
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar