Fréttayfirlit

1. des. hátíð

Næstkomandi fullveldisdag, fimmtudaginn 1. desember, verður mikil menningarveisla með kaffihúsabrag í Laugarborg kl. 20:00.

28.11.2011

Úthlutað er úr Afreksmannasjóði UMSE, 15. desember n.k.

Umsóknarfrestur i sjóðinn skulu berast skrifstofu UMSE fyrir 1. desember. Tilgangur sjóðsins er að styrkja eyfirska afreksmenn til æfinga og keppni. Stjórn sjóðsins er stjórn UMSE og sér hún um úthlutun.

24.11.2011

Viðtal við fulltrúa H-listans í sveitarstjórn

Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 og þriggja ára áætlunar 2013-2015, ætla sveitarstjórnarfulltrúar H- listans að bjóða upp á viðtöl næskomandi laugardag (26/11) frá kl. 11. Ef þú þarft að koma einhverju á framfæri við sveitarstjórn, lumar á góðri hugmynd sem snertir rekstur sveitarfélagsins okkar eða bara vilt lesa okkur pistilinn þá endilega láttu sjá þig ; ) Tekið er við pöntunum í viðtal á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar alla virka daga frá kl 8:00 í síma 463-0600. Sjáumst!
H-listinn á fjóra af sjö sitjandi fulltrúum í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
F.h. H-listans Arnar Árnason

21.11.2011

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2011

Dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember 2011 kl. 17:00 í hátíðarsal Háskólans á Akureyri á Sólborg.

Háskólinn á Akureyri, Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og grunnskólar í Eyjafirði standa sameiginlega að dagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Dagskráin fer fram í hátíðarsal Háskólans á Akureyri kl. 17:00 – 18:30, allir velkomnir, enginn aðgangseyrir. 
14.11.2011

Gámasvæði

Opnunartími gámasvæðis, norðan við Hrafnagilsskóla:

Þriðjudagar kl. 13 - 17
Föstudagar kl. 13 - 17
Laugardagar kl. 13 - 17

11.11.2011

Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng

Á fundi sveitarstjórnar 8. nóv. s.l. var eftirfarandi bókun gerð:

„Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar lýsir ánægju sinni með að útreikningar sýni að sanngjörn veggjöld geti fjármagnað Vaðlaheiðargöng. Bygging ganganna mun hleypa lífi í atvinnulífið á Norðausturlandi og styrkir byggð á svæðinu.

Sveitarstjórn skorar því á Alþingi, ríkisstjórn og þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra að sjá til þess að hægt sé að hefja framkvæmdir við göngin sem allra fyrst.”

 

09.11.2011

1.des. nálgast!

Ágætu sveitungar.
Munið að taka kvöldið 1. desember frá fyrir “Alþýðumenningarveisluna” sem haldin verður í Laugarborg og hefst veislan kl. 20:30.
Þar verður hin árlega alþýðuskemmtun með alls kyns uppákomum og kaffihúsastemmningu.
Menningarmálanefnd.

 

08.11.2011