Fréttayfirlit

Straumlaust í Eyjafirði 30. október

Rafmagnslaust verður á fimmtudaginn 30. október 2014: frá Rangárvöllum (fyrsti notandi Litli-Hvammur) að Hrafnagili (einnig þorpið) frá kl. 10:00 - 15:00 - sjá mynd frá Espihól norður að Hrafnagili frá kl. 10:00 - 10:20 og frá kl. 14:40 -15:00 - sjá mynd
28.10.2014

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði 2015

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015. Allir hafa rétt til að sækja um styrki í sjóðinn, sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og aðrir lögaðilar. Hlutverk húsafriðunarsjóðs er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja sem hafa menningarsögulegt gildi. Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum.
24.10.2014

Tónleikar í Laugarborg 2. nóvember

Sunnudaginn 2. nóvember kl. 15 leika Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari þekktar tónlistarperlur á borð við Ave Mariu eftir Bach-Gounod, Svaninn eftir Saint-Saëns, Rondo og Menuett eftir Boccherini, Nótt eftir Árna Thorsteinsson og fleiri lög sem margir þekkja. Auk þess flytja þau lengri tónverk eftir Robert Schumann og Francois Couperin.
24.10.2014

FUNDARBOÐ 455. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 455. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 22. október 2014 og hefst kl. 15:00
20.10.2014

Söfnun birkifræja

Á síðustu árum hefur almenningur safnað birkifræi fyrir Hekluskóga og lagt drjúgan skerf að því mikilvæga verkefni. Heldur minna er af birkifræi þetta haustið en undanfarin ár. Þó má víða finna allmörg tré með fræi. Eftir gott haust er fræið víða enn á birkitrjánum og því er kjörið að safna því þessa síðustu daga í október. Hægt er að skila fræjum til Ingólfs Jóhannssonar hjá Skógrækt ríkisins í Kjarnaskógi til mánaðamóta.
17.10.2014

Allir lesa!

Landsleikurinn ALLIR LESA fer fram í fyrsta sinn 17. október til 16. nóvember 2014 og lýkur honum því á degi íslenskrar tungu. Þetta er einfaldur leikur sem allir geta tekið þátt í en hann felst í því að þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is og taka þátt í liðakeppni sem er í svipuðum dúr og t.d. Hjólað í vinnuna. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur á keppnistímanum standa uppi sem sigurvegarar.
17.10.2014

Leiðbeiningar um brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti

Á undanförnum vikum hefur loftmengandi gasefnið brennisteinsdíoxíð SO2 borist frá eldstöð í Holuhrauni norðan Vatnajökuls til íbúa í mörgum sveitarfélögum og hefur styrkur efnisins stundum verið svo mikill að mælt er með mjög afgerandi varnaraðgerðum, svo sem að halda sig innandyra, loka öllum gluggum, hækka hitastig innanhús o.þ.h. Svo virðist að útbreiðsla brennisteinsdíoxíðs mun halda áfram um sinn og því er aðkallandi að huga að upplýsingagjöf til almennings sem er einföld í nálgun, áreiðanleg og skiljanleg.
09.10.2014