Fréttayfirlit

Sveitarstjórnarkosningar 2014

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
30.05.2014

Frá Laugalandsprestakalli

Laugardaginn 31. maí er ferming í Hólakirkju kl. 13:00. Þá fermast Guðjón V.Hilmarsson, Leyningi og Snæbjörn Máni Þorkelsson Oddeyrargötu 32, Akureyri. Sunnudaginn 1. júní er ferming í Saurbæjarkirkju kl. 13:30. Þá fermast Edda Kristín Bergþórsdóttir, Byggðavegi 130, Akureyri og Unnur Arnarsdóttir Ásvegi 27, Akureyri.
28.05.2014

Vortónleikar

Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika í Laugarborg Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí kl: 15.
27.05.2014

Sameiginlegur framboðsfundur

Loksins, loksins. Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar listanna sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fundurinn verður í Laugarborg miðvikudagskvöldið 28. maí og hefst kl. 20:00.
27.05.2014

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi og verður þá kosið hverjir muni halda um stjórnartaumana í sveitarstjórnum um land allt. Allir þeir sem náð hafa kosningaaldri eru hvattir til að nýta sér kosningarétt sinn og taka afstöðu. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett í gang gagnvirka herferð til þess að vekja athygli á því að með atkvæði sínu getur fólk haft bein áhrif á hvernig nærumhverfi þess mótast næstu árin. Herferðin nefnist: Er þér alveg sama?
27.05.2014

Enn um skólaakstur

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 23. maí s.l. var eftirfarandi bókun gerð vegna bókunar skólanefndar frá 21. maí s.l.: „Sveitarstjórn vísar til fyrri ákvarðana um þetta mál og telur ekki ástæðu til að breyta þeim. En vegna bókunar skólanefndar og túlkunar á bréfi frá Menntamálaráðuneytinu sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum telur sveitarstjórn rétt að birta fyrirliggjandi minnisblöð dags. 25. apríl og 23. maí. Fulltrúar F-listans þeir JS, BS og LG ítreka fyrri afstöðu sína í málinu.”
24.05.2014

Fundarboð 449. fundar sveitarstjórnar

449. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, föstudaginn 23. maí 2014 og hefst kl. 15:00.
22.05.2014

Opinn fundur H-listans í kvöld

H – listinn stendur fyrir opnum fundi í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar þangað sem sveitungum okkar er boðið að koma og ræða málin við frambjóðendur. Sveinn Ásgeirsson fjallar sérstaklega um endurvinnslumál og Sigurgeir Bjarni fjallar um fjarskiptamál. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 21. maí kl. 20:00 á Smámunasafninu.
21.05.2014

Fundarboð 448. fundar sveitarstjórnar

448. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, föstudaginn 16. maí 2014 og hefst kl. 15:00
16.05.2014

Kynningarfundur vegna viðauka við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar

Kynningarfundur verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla mánudaginn 19. maí kl. 20:00. Kynntur verður viðauki við aðalskipulag sveitarfélagsins með skýringum og viðbótum við gildandi skipulag. Markmiðið með viðaukanum er að skýra reglur um ýmis atriði og samþykkja nýjar reglur þar sem talin er þörf á. Auk þess er tilgreindar áorðnar breytingar á skipulaginu.
15.05.2014