Fréttayfirlit

Deiliskipulag efnistökusvæðis í landi Hvamms, Eyjafjarðarsveit - Skipulags- og matslýsing

Unnið er að gerð deiliskipulags efnistökusvæðis í landi Hvamms í Eyjafjarðarsveit. Skipulags- og matslýsing mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 3. júní 2015 til og með 18. júní 2015. Tillagan er einnig aðgengileg hér. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið omar@landslag.is í síðasta lagi 18. júní 2015. Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar
01.06.2015

Syðra-Laugaland efra – tillaga að deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 27. maí 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Syðra-Laugalands efra skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 8 smáhýsum til gistingar fyrir ferðamenn auk veitingastaðar og íbúðar sem er fyrir í núverandi húsi. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 3. júní 2015 til og með 15. júlí 2015. Tillagan er einnig aðgengileg hér. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið esveit@esveit.is í síðasta lagi þann 15. júlí 2015. Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar
01.06.2015

Samningur um lagningu ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit undirritaður

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar miðvikudaginn 28. maí var samþykktur samningur ásamt verkáætlun við Tengi hf. um lagningu ljósleiðara í allt sveitarfélagið á næstu 2 árum. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins við verkið er um 57 millj. kr. Drög að samningnum og verkáætlunin voru kynnt á opnum íbúafundi sem haldinn var í Laugarborg þriðjudagskvöldið 26. maí. Á fundinum kom fram mikil ánægja fundarmanna með þessa fyrirhuguðu framkvæmd.
28.05.2015

FUNDARBOÐ 464. fundar sveitarstjórnar

464. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 27. maí 2015 og hefst kl. 15:00
22.05.2015

Íbúafundur um lagningu ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit

Þriðjudaginn 26. maí verður haldinn íbúafundur um lagningu ljósleiðarnets í Eyjafjarðarsveit. Fundurinn verður haldinn í Laugarborg og hefst hann kl.20.00. Kynntar verða hugmyndir um framkvæmd verksins, kostnað og tímaramma.Vonandi sjá sem flestir sér fært um að mæta. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
22.05.2015

Skólaslit Hrafnagilsskóla

Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu fimmtudaginn 4. júní kl.20.00. Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. Einnig eru þeir sem eiga eftir og ætla að skila UNICEF-áheitum hvattir til að skila þeim til ritara. Óskilamunir verða til sýnis og eru allir hvattir til að kíkja á þá. Skólastjóri
21.05.2015

Skólaslit Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Skólaslit Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða í Möðruvallakirkju í Hörgárdal föstudaginn 29. maí kl.18.00. Afhending prófskírteina og umsagna verður að loknum skólaslitum. Skólastjóri
21.05.2015

Frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar

Sumaropnun safnsins hefst föstudaginn 15. maí nk. Opið verður alla daga í sumar frá kl. 11:00-17:00. Í anddyri safnsins stendur yfir sýning á verkum kvenna úr sveitinni, tengd altarisklæðinu úr Miklagarðskirkju. Sunnudaginn 17. maí höldum við íslenska Safnadaginn hátíðlegan og bjóðum af því tilefni aðgöngumiðann á hálfvirði. Rjúkandi kaffi og gómsætar sveitarvöfflur með heimalagaðri rabarbarasultu og ekta rjóma til sölu á kaffistofunni. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Smámunasafnsins
15.05.2015

Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar yfir hvítasunnuna

Uppstigningardagur 14. maí opið kl. 10.00-20.00 Hvítasunnudagur 24. maí kl. 10.00-20.00 Annar í hvítasunnu 25. maí kl. 10.00-20.00
13.05.2015

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2014

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2014 var lagður fram á fundi sveitarstjórnar 6. maí 2015. Rekstur Eyjafjarðarsveitar gekk vel á árinu 2014 og var rekstrarafgangur fyrir fjármagnsliði 37,2 m.kr. sem er um 4,5 % af tekjum. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var afgangur af rekstri sveitarfélagsins 34,7 m.kr. eða 4,2% af tekjum. Rekstrarniðurstaða ársins var í samræmi við áætlun ársins sem gerði ráð fyrir 33,4 m.kr. rekstrarafgangi.
13.05.2015