Fréttayfirlit

Framhaldsskólaakstur

Sveitarstjórn hefur ákveðið að bjóða upp á framhaldsskólaakstur í haust. Ferðir verða frá Laugarborg að Verkmenntaskólanum og Menntaskólanum á Akureyri kl. 07.45 og svo heim aftur kl. 16.20 frá MA og 16.23 frá VMA. Fyrsta ferð verður mánudaginn 29.ágúst næstkomandi.
26.08.2016

Göngur og gangnaseðlar 2016

Fyrstu fjárgöngur verða 3. og 4. september og aðrar göngur 17. og 18. september. Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 10. september og aðrar göngur 24. september. Æsustaðatungur Eyjafjarðardalur eystri verða fyrstu göngur 8.-10. september. Hrossasmölun verður 30. september og hrossaréttir 1. október. Gangnaseðlar verða sendir út fimmtudaginn 25. ágúst en þá má einnig sjá hér fyrir neðan.
25.08.2016

Vígsla göngustígs í Kristnesskógi

Þriðjudaginn 23. ágúst síðastliðinn var nýr göngustígur formlega vígður í Kristnesskógi. Þessi göngustígur er sérstaklega hannaður með þarfir fatlaðra í huga og kemur til með að bæta aðstöðu til endurhæfingar í Kristnesi enn frekar. Vígslan fór fram í sól og blíðu í skóginum og voru á milli 30 og 40 manns viðstaddir vígsluna.
25.08.2016

Göngur og réttir 2016

Fyrstu fjárgöngur verða 3. og 4. september og aðrar göngur 17. og 18. september. Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 10. september og aðrar göngur 24. september. Æsustaðatungur Eyjafjarðardalur eystri verða fyrstu göngur 8.-10. september. Hrossasmölun verður 30. september og hrossaréttir 1. október. Gangnaseðlar verða sendir út á næstunni og um leið birtir hér á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
24.08.2016

Straumleysi í Eyjafirði 24. til 26. ágúst 2016.

Straumlaust verður á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst vegna tengingar á háspennustreng: 1: Frá kl.13:00 til 13:30 á milli Laugalands og Fellshlíðar, sjá dökkbláa svæðið á korti. 2: Frá kl. 13:00 til 17:00 við Laugaland, Brúnulaug, Munkaþverá og Rútsstaði, sjá bláa hringi á korti. Einnig verða styttri straumleysi á fimmtudag eða föstudag, um klukkutíma hjá hverjum notenda á meðan notkun verður færð frá línu yfir á strengkerfi, auk þess sem um hálftíma straumleysi verður á þriðjudaginn 30. ágúst þegar loftlínan verður aftengd.
23.08.2016

Opnun á nýju endurhæfingar- og útivistarstíg í Kristnesskógi

Á morgun, þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15, verður formlega opnaður nýr endurhæfingar- og útivistarstígur í Kristnesskógi í Eyjafirði. Stígur þessi er malbikaður og hannaður með þarfir hreyfihamlaðra í huga svo sem flestir geti notið útivistar og hreyfingar í skóginum. Stígurinn er steinsnar frá Kristnesspítala þar sem rekin er endurhæfingardeild og öldrunardeild. Með þessum stíg skapast einstök aðstaða til útivistar og endurhæfningar.
22.08.2016

Göngur og réttardagar 2016

Fyrstu fjárgöngur verða 3. og 4. september og aðrar göngur 17. og 18. september. Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 10. september og aðrar göngur 24. september. Æsustaðatungur, Eyjafjarðardalur eystri verða fyrstu göngur 8.-10. september. Hrossasmölun verður 30. september og hrossaréttir 1. október.
22.08.2016

Fundarboð 484. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

484. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 24. ágúst 2016 og hefst kl. 15:00
16.08.2016

Rafmagnstruflanir gætu orðið aðfaranótt fimmtudagsins 11. ágúst

Rafmagnstruflanir gætu orðið í Eyjafirði og Fnjóskadal að Ljósvatnsskarði í nótt, aðfaranótt fimmtudagsins 11. ágúst vegna vinnu við háspennukerfi. Sjá meðfylgjandi mynd. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690.
10.08.2016

Veiðidagar landeigenda

Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár hefur ákveðið að landeigendur og börn þeirra get veitt fyrir sínu landi tvo daga, það er 11. ágúst og 15. september. Um veiðreglur vísar veiðifélagið á vefslóðina www.eyjafjardara.is
08.08.2016