Fréttayfirlit

Forsetakosningar 25. júní 2016

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 25. júní 2016 verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935. Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 15. júní 2016. Emilía Baldursdóttir, Níels Helgason, Ólafur Vagnsson
14.06.2016

Kjörskrá vegna forsetakosningar 25. júní 2016

Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 25. júní 2016 liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 frá og með 15. júní 2016 til kjördags. Opnunartími skrifstofu er kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is/forsetakosningar-2016/forsetakosningar/kjosendur/kjorskra/ þar sem hægt er að fá upplýsingar um kjörskrá og kosningarnar. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
14.06.2016

Efnisnáma í landi Hvamms – tillaga að deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 8. júní 2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir efnisnámu í landi Hvamms skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.
13.06.2016
Deiliskipulagsauglýsingar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra vill koma eftirfarandi á framfæri: Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga þann 25. júní 2016 fer fram á skrifstofum embættisins sem hér segir: -Akureyri, Hafnarstræti 107, virka daga frá kl. 9:00 til 15:00. Frá 13. júní er opið til kl. 18:30. Laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. júní er opið frá kl. 14:00 til 17:00. Laugardaginn 25. júní er opið frá kl. 10:00 til 18:00.
08.06.2016

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Miðvikudaginn 8.júní næstkomandi kl. 15.00 fundar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9.
02.06.2016

Sumaropnun íþróttamiðstöðvar og lokun vegna viðhalds

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður opin sem hér segir í sumar: Alla virka daga frá kl. 06.30-22.00 og kl. 10.00-20.00 um helgar. Vegna viðhalds verður þó lokað frá 6.-10. júní. Opnar aftur laugardaginn 11.júní kl. 10.00. Hlökkum til að taka á móti ykkur í sumar, starfsfólk íþróttamiðstöðvar.
02.06.2016

Veðurstofan leitar eftir upplýsingum um söguleg flóð í Eyjafjarðará

Veðurstofan er að vinna að hættumati á Eyjafjarðará. Hluti af því verkefni er að safna öllum tiltækum upplýsingum um söguleg flóð í Eyjafjarðará og þverám hennar. Veðurstofan telur afar mikilvægt að yfirstandandi gagnasöfnun byggist eins og kostur er á upplýsingum sem aflað var á vettvangi og af því fólki sem kunnugt er staðháttum.
26.05.2016

Vinnuskóli Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2000, 2001 og 2002 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Starfið hefst 7. júní. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 30. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.
26.05.2016

Ársreikningur 2015 afgreiddur

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2015 var afgreiddur á fundi sveitarstjórnar 18. maí 2016. Rekstur Eyjafjarðarsveitar gekk vel á árinu 2015.
19.05.2016

Korn - fréttabréf frá sveitarstjórn

Ágætu íbúar Eyjafjarðarsveitar. Oft er spurt hvað sé að frétta úr sveitarstjórn, hvað sé verið að fást við. Sú hugmynd kviknaði því að skrifa smá pistil og senda út um nokkur þau verkefni sem eru á döfinni. Ef þetta mælist vel fyrir verður þetta vonandi endurtekið tvisvar á ári, að oddviti og sveitarstjóri taki saman helstu tíðindi.
19.05.2016