Fréttayfirlit

Gangnaseðlar hrossasmölunar 2020

Hrossasmölun verður 2. október og stóðréttir í framhaldi þann 3. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
25.09.2020
Fréttir

Umhverfisstofnun - Tillaga að starfsleyfi fyrir Moltu ehf, Akureyri

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Moltu ehf. til reksturs á jarðgerðarstöð á Þveráreyrum, Akureyri. Moltu ehf. er heimilt að taka á móti allt að 15.000 tonnum á ári af lífrænum heimilis- og fyrirtækjaúrgangi, sláturúrgangi og stoðefnum. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 22. október 2020. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
25.09.2020
Fréttir

Sá einn veit er víða ratar

Sveitarstjórnir Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps heimsóttu hvor aðra síðastliðinn þriðjudag til að kynna sér innviði sveitarfélaganna og bera saman bækur. Tilgangur samneytisins var að skrafa um sameiginlega hagsmuni, aukið samstarf, sameiningarmál og hvað slíkt myndi þýða fyrir sveitarfélögin.
24.09.2020
Fréttir

Hrafnagilshverfi - skipulagslýsing aðal– og deiliskipulags

Lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags Hrafnagilshverfis er aðgengilega á heimasíðu sveitarfélagsins. Íbúum til hægðarauka er hægt að hlaða niður kortum af þéttbýlinu sem hægt er að nota við vangaveltur og til að koma tillögum á framfæri. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna til mánudagsins 19. október 2020.
23.09.2020
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Fundarboð 555. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

555. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 24. september 2020 og hefst kl. 15:00.
22.09.2020
Fréttir

Hrossasmölun og stóðréttir 2020

Hrossasmölun verður 2. október og stóðréttir í framhaldi þann 3. október kl. 10 í Þverárrétt og kl. 13 í Melgerðismelarétt. Fjallskilanefnd
22.09.2020
Fréttir

Umdæmi héraðsdýralækna verða fimm

Umdæmi héraðsdýralækna verða fimm Í dag verður umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar fækkað úr sex í fimm. Vesturumdæmi er skipt upp, þannig að Snæfellsnes og Borgarfjörður tilheyra nú S-Vesturumdæmi og Dalir og Vestfirðir tileyra N-Vesturumdæmi. Við endurskoðun á fyrirkomulagi dýralæknisþjónustu í dreifðum byggðum landsins fyrr á árinu var ákveðið að fækka héraðsdýralæknum samhliða verkkaupum af dýralæknum í dreifðum byggðum. Fyrri áfangi er nú stiginn sem er fækkun úr sex umdæmum í fimm og seinni áfangi verður stiginn á næsta ári og þá fækkað í fjögur umdæmi. Skrifstofa Matvælastofnunar á Hvanneyri verður áfram rekin þar samhliða skrifstofu umdæmisins í Hafnarfirði. Skrifstofa N-Vesturumdæmis er áfram á Sauðárkróki, en samhliða rekur Matvælastofnun skrifstofu fiskeldismála á Ísafirði. Umdæmin eru nú þessi: Suðvesturumdæmi: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kjósarhreppur, Kópavogsbær , Mosfellsbær, Reykjanesbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Skorradalshreppur, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar. Norðvesturumdæmi: Akrahreppur, Árneshreppur, Blönduósbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð. Norðausturumdæmi: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðarhreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjasveit. Austurumdæmi: Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vopnafjarðarhreppur. Suðurumdæmi: Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær. Ítarefni Umdæmisstofur/héraðsdýralæknar Skoða á mast.is
14.09.2020
Fréttir

Bændamarkaðirnir af stað aftur

Matarstígur Helga magra mun fara af stað á nýjan leik með bændamarkaðina sem vöktu mikla lukku í sumar, áður en þeim þurfti að fresta vegna sóttvarna. Nú hafa verið settir þrír markaðir á dagskrá, 26. september og 3. október í Laugarborg í Hrafnagilshverfi kl. 12-16 og á Brunir horse á Brúnum 10. október kl. 12-16. Þá ákvað stjórn matarstígsins að setja upp skrifstofu í Félagsborg þrjá daga í viku, miðvikudaga til föstudaga, til að auðvelda aðgengi að verkefnastjóra, en hann verður til viðtals kl. 9 og 12 þessa daga. Framundan eru styrkumsóknir í ýmsa sjóði og mun verkefnastjóri verða félögum matarstígsins til aðstoðar við styrkumsóknir án endurgjalds.
09.09.2020
Fréttir

Vetrarlokun er hafin á Smámunasafninu

Við þökkum öllum þeim fjölda gesta sem komu í heimsókn í sumar. Hlökkum til að sjá ykkur næsta sumar.
08.09.2020
Fréttir

Félag eldri borgara Eyjafjarðarsveit auglýsir

Í ráði er að hefja félagsstarfið 22. sept. í Félagsborg, svo fremi að covid-19 veiran valdi ekki frekari truflun. Nýjar hugmyndir félagsmanna á starfseminni eru kærkomnar. Tímar í íþróttahúsinu verða sömu daga og í fyrra. Mánudaga kl. 10.30-12.00 fimmtudaga kl. 12.30-14.00 Fyrsti tíminn verður 10. sept. Í boði er hádegisverður í mötuneyti þessa daga líkt og áður, fyrir sama verð. Kv. stjórnin.
04.09.2020
Fréttir