Fréttayfirlit

Tilkynning frá Krummakoti - opnar klukkan 11:00 á mánudagsmorgun

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Krummakoti Eins og staðan er núna þá hafa ekki borist neinar upplýsingar frá ráðuneytinu sem að við biðum eftir til að bregðast við aðstæðum. En það liggur fyrir að skipta þarf skólanum upp í tvö sóttvarnarhólf og því þurfum við tíma til að bregðast við því.
01.11.2020
Fréttir

Starfsdagur í Hrafnagilsskóla á morgun, mánudaginn 2.nóvember

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður starfsdagur í Hrafnagilsskóla á morgun, mánudaginn 2.nóvember. Tilkynning þess efnis var send foreldrum í kjölfar blaðamannafundar ríkisstjórnar á föstudag.
01.11.2020
Fréttir

Styttri opnunartími í sundlaug og íþróttamiðstöð lokuð til og með 8.nóvember

Í ljósi þeirrar miklu aukningar sem orðið hefur á smitum á undanförnum dögum í okkar næsta nágrenni hefur verið ákveðið að draga úr opnunartíma sundlaugarinnar og loka á útleigu íþróttasalar. Þá hafa Samherjar ákveðið að halda einungis úti starfsemi og æfingum sem tengjast krökkum á grunnskólaaldri.
28.10.2020
Fréttir

Uppbyggingarsjóður - Ert þú með frábæra hugmynd?

Umsóknarfrestur er til hádegis, miðvikudaginn 4. nóvember 2020 fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð vegna styrkveitinga ársins 2021.
27.10.2020
Fréttir

Sundlaug opnar á mánudagsmorgun og Samherjar hefja starfsemi

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar opnar aftur á venjulegum tíma klukkan 6:30 á mánudagsmorgun og Samherjar hefja aftur starfsemi samkvæmt dagskrá fyrir alla aldursflokka. Mikilvægt er að halda áfram að fylgja öllum sóttvarnarreglum til hins ýtrasta.
25.10.2020
Fréttir

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá lýðheilsunefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.
23.10.2020
Fréttir

Taktu þátt og hafðu áhrif

Það getur þú gert með því að taka þátt í íbúakönnun landshlutanna sem er nú í gangi um allt land. Þetta er sagt vegna þess að hún hefur hingað til nýst okkur hjá landshlutasamtökunum í að meta og hafa yfirlit yfir raunverulega stöðu okkar á landsbyggðinni. Það hefur mótað áherslur í starfi okkar og breytt forgangsröð þess. Einnig hefur hún nýst inn í hverskonar stefnumótun sem landshlutasamtökin hafa þurft að fara í og leggur því línurnar inn í framtíðina sem er mikilvægt í málum sem vinna þarf stöðugt að yfir langan tíma. Og að síðustu hafa upplýsingarnar nýst okkur í hagsmunabaráttu fyrir landshlutana. Fólk tekur mark á upplýsingum sem koma frá miklum fjölda fólks þar sem söfnun og úrvinnsla er faglega unnin. Þegar fólk setst niður með gögn sem þessi er hlustað.
23.10.2020
Fréttir

Íþróttastarfsemi áfram fyrir leik- og grunnskólakrakka

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður áfram lokuð fyrir íþróttaiðkun þeirra sem ekki eru á leik- og grunnskólaaldri og sundlaug verður opin almenningi frá klukkan 16:00 mánudag - miðvikudags í þessari viku en verður vegna skólafría opin frá klukkan 8:00 að morgni fimmtudags og föstudags.
18.10.2020
Fréttir

Tvö ný tilfelli í dag - bæði í sóttkví

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðarstjórn greindust tvö ný tilfelli síðastliðinn sólarhring í sveitarfélaginu og eru nú sjö í sóttkví. Þeir aðilar sem greindust jákvæðir reyndust báðir vera í sóttkví en annar þeirra starfar innan skrifstofu sveitarfélagsins og er því kominn í einangrun. Aðrir starfsmenn skrifstofunnar hafa greinst neikvæðir og því lausir úr sóttkví. Skrifstofa sveitarfélagsins opnar aftur á mánudag. 
15.10.2020
Fréttir

Ekkert nýtt smit í Eyjafjarðarsveit síðastliðinn sólarhring

Engin þekkt smit hafa komið upp í sveitarfélaginu síðastliðinn sólarhring en brýnt er að hugað sé vel að persónulegum sóttvörum í hvívetna og dregið sé úr hópamyndun eins og kostur er á næstu misserum. Eru nú alls 8 í einangrun og 15  í sóttkví. 
14.10.2020
Fréttir