Fréttayfirlit

Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar

Opið verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar dagana 27.-30. desember kl. 10:00-14:00. Lokað mánudaginn 3. janúar 2022. Opið verður frá og með 4. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.
23.12.2021
Fréttir

Jólakveðja frá Eyjafjarðarsveit

Kæru íbúar og landsmenn allir, sveitarstjórn og starfsmenn Eyjafjarðarsveitar óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
22.12.2021
Fréttir

Helgihald í kirkjunum í Eyjafjarðarsveit fellur niður um jól og áramót

Helgihald í kirkjunum í Eyjafjarðarsveit fellur niður um jól og áramót vegna tilmæla sóttvarnalæknis og nýrra sóttvarnareglna. Hvet ég til varkárni, persónulegra sóttvarna og að forðast hópamyndanir. Minni ég á jólaguðsþjónustur í útvarpi og sjónvarpi um hátíðarnar. Gleðiboðskapur jólanna heyrist á öldum ljósvakans. Þá verður send út jólaguðsþjónusta frá Glerárkirkju á jóladag, auk þess er jólaguðsþjónusta með söng kóra á Eyjafjarðarsvæðinu síðan í fyrra og annað jólaefni á eything.com, einnig birt á facebook/Kirkjan í Eyjafjarðarsveit. Í Guðs firði Guðmundur Guðmundsson, prestur
21.12.2021
Fréttir

Kolefnisreiknivél Eyjafjarðarsveitar á lausntorgi Sambands Íslenskra sveitarfélaga

Kolefnisreiknivél Eyjafjarðarsveitar er meðal fyrstu lausna á stafrænu lausnatorgi Sambands Íslenskra Sveitarfélaga en reiknivélin var smíðuð að frumkvæði og eftir formúlu umhverfisnefndar sveitarfélagsins. Stefna ehf. sá um uppsetningu reiknivélarinnar en að verkefninu komu einnig Orkustofnun og Skógræktarfélagið, þar sem safna þurfti saman forsendum í útreikningana.
14.12.2021
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur fyrir jól er þriðjudagurinn 21. desember. Þá er opið frá kl. 14:00-17:00. Opið verður þriðjudaginn 28. desember milli kl. 14:00 og 17:00. Safnið opnar svo aftur eftir hátíðarnar þriðjudaginn 4. janúar og þá er opið milli kl. 14:00 og 17:00. Venjulegir opnunartímar safnsins eru: Þriðjudagar frá kl. 14:00-17:00. Miðvikudagar frá kl. 14:00-17:00. Fimmtudagar frá kl. 14:00-18:00. Föstudagar frá kl. 14:00-16:00. Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan. Sjáumst á safninu, jólakveðja, bókavörður.
13.12.2021
Fréttir

Erfiðleikar við sorphirðu þessa viku og íbúar hvattir til að moka og/eða sandbera heimreiðar og plön

Gera má ráð fyrir töfum á sorphirðu þessa viku vegna hálku. Íbúar er hvattir til að moka og/eða sandbera heimreiðar og plön til að auðvelda sorpbílum að komast leiða sinna og fyrir starfsfólk Terra að fóta sig. Terra mun halda saman upplýsingum um þá bæi sem þarf að sleppa og bregðast við þegar aðstæður leyfa.
13.12.2021
Fréttir

Jólaopnun í íþróttamiðstöðinni

Hér er opnunartími íþróttamiðstöðvar um jól og áramót. 22.12. Kl 6:30-8:00 og 14:00-22:00 23.12. Kl 06:30-14:00 24.12. Kl 9:00-11:00 25.12. Lokað 26.12. Lokað 27.12. Kl 6:30-8:00 og 14:00-22:00 28.12. Kl 6:30-8:00 og 14:00-22:00 29.12. Kl 6:30-8:00 og 14:00-22:00 30.12. Kl 6:30-8:00 og 14:00-22:00 31.12. Lokað 1.1. Lokað 2.1. Kl 10:00-19:00 3.1. Kl 6:30-8:00 og 14:00-22:00 Verið velkomin Starfsfólk íþróttamiðstöðvar
13.12.2021
Fréttir

Ferðaþjónusta á Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. nóvember sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í kynningarferli
08.12.2021
Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar