Fréttayfirlit

Öskudagur

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar og Íþróttamiðstöðin halda öskudaginn með óbreyttu sniði og eru allskyns kynjaverur velkomnar úr sveitarfélaginu með söng og gleði. Hlökkum til að sjá ykkur.
09.02.2021
Fréttir

Álagningarseðlar fasteignagjalda

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2021 eru nú aðgengilegir á island.is.
08.02.2021
Fréttir

Ræktin opnar á mánudaginn

Líkamsræktaraðstaðan mun opna aftur á mánudaginn. • Það þarf að bóka tíma með því að hringja í síma 464-8140 • Hámark 2 í einu, nema ef um er að ræða fjölskyldu eða vini þá er leyfilegt að vera fleiri saman Tímarnir eru klukkutíma tímar sem byrja á heila tímanum, nema á morgnana en þá er tíminn kl 6:30-8:00
05.02.2021
Fréttir

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla

Fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi verður árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla. Nemendur miðstigs bjóða til sölu ,,heimabíópakka” sem inniheldur slóð á stuttmyndina, rafræna leikskrá, hugmyndir að góðu heimakvöldi og óvæntan glaðning. Pakkinn kostar 1.000 krónur og pantanir þurfa að berast til Nönnu á nanna@krummi.is í síðasta lagi miðvikudaginn 10. febrúar.
03.02.2021
Fréttir

Fundarboð 560. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ. 560. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 4. febrúar 2021 og hefst kl. 15:00.
03.02.2021
Fréttir

Hacking Norðurland- MATUR-VATN-ORKA

Lausnamót Hacking Norðurland er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi. Unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins með tilliti til matar, vatns og orku. Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi. Hacking Norðurland er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Eims, Nordic Food in Tourism, SSNE, SSNV og Nýsköpun í norðri. Íslandsbanki styrkir verkefnið.
01.02.2021
Fréttir

Björk, Eyjafjarðarsveit - skipulagslýsing deiliskipulags

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 14. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar í lögformlegt kynningarferli.
01.02.2021
Deiliskipulagsauglýsingar

Kotra, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir þriðja áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru í Eyjafjarðarsveit.
01.02.2021
Deiliskipulagsauglýsingar