Fréttayfirlit

Ný sýning á Minjasafninu - Ástarsaga Íslandskortanna

Á annan í hvítasunnu, kl. 13, opnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sýninguna Ástarsaga Íslandskortanna á Minjasafninu á Akureyri. Sýningin er unnin úr stóru safni landakorta frá árunum 1528-1847 eftir helstu kortagerðarmenn Evrópu, þar sem Ísland er annað hvort myndefnið eða hluti af kortinu. Þau eru gjöf þýsku hjónanna dr. Karl-Werner Schulte og dr. Giselu Daxbök Schulte. Ást þeirra á Íslandi og þeirra eigin ástarsaga fléttast saman við söfnun á einstökum Íslandskortum. Gisela féll frá fyrir nokkrum árum en þau hjónin höfðu valið að hvíla í kirkjugarðinum í Lögmannshlíð á Akureyri. Íslandskortasafn sem Schulte hjónin gáfu íbúum Akureyrar telur 143 kort og hefur samanburðarrannsókn leitt í ljós að í því eru tugir korta sem hvergi er að finna í öðru safni á Íslandi jafnvel ekki í heiminum. Sýningin á Minjasafninu á Akureyri er sú eina á landinu þar sem kynnast má þessum merkilega menningararfi. Á sýningunni gefur annars vegar að líta Íslandskortin sem tengjast persónulegri sögu þeirra hjóna hvað mest. Hins vegar er sýnt úrval „nýrra“ korta í safninu sem bárust í október 2021. Þá fyllti Karl-Werner bíl sinn af Íslandskortum, keyrði þúsundir km frá Johannesberg til Danmerkur, tók Norrænu til Seyðisfjarðar og keyrði til Akureyrar. Daginn eftir fór hann sömu leið til baka. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur ávarp við opnun sýningarinnar og að því loknu segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri frá nokkrum kortum úr sýningunni. Léttar veitingar frá heimabæ Schulte hjónanna, Johannesberg.
02.06.2022
Fréttir

Þakkir og hamingjuóskir

Nú þegar ný sveitarstjórn hefur tekið við er vert að óska þeim til hamingju með kjörið og þakka fráfarandi fulltrúum fyrir það liðna
02.06.2022
Fréttir

Leiðbeiningar Moltu - Græna karfan og brúna tunnan, fyrir matarleyfar

Leiðbeiningar Moltu - Græna karfan og brúna tunnan, fyrir matarleyfar. GREEN BASKET and BROWN BIN for food waste. ZIELONY KOSZ i BRĄZOWY POJEMNIK Na odpady organiczne.
02.06.2022
Fréttir

Sveitarstjórn tekur til starfa

Ný sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur tekið til starfa og átti sinn fyrsta fund í gær, miðvikudaginn 1.júní.
02.06.2022
Fréttir

Útisýning við Dyngjuna-listhús

Sextán félagar úr Myndlistarfélaginu á Akureyri bjóða í þriðja sinn upp á útisýningu við Dyngjuna - listhús, á tímabilinu frá 4. júní til 31. ágúst sumarið 2022. Opið milli kl. 14:00-18:00. Aðgangur er ókeypis. Listamenn : Guðrún Hadda Bjarnadóttir Hjördís Frímann Björg Eiríksdóttir Karólína Baldvinsdóttir Brynhildur Kristinsdóttir Sigrún Birna Sigtryggsdóttir Rosa Kristin Juliusdottir Karl Guðmundsson Hrefna Harðardóttir Jonna Helga Sigríður Valdimarsdóttir Guðrún Pálína Guðmundsdóttir Joris Rademaker Aðalsteinn Þórsson Arna Vals Hallgrímur Ingólfsson Dyngjan - listhús er í landi Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit. Ekið er frá Akureyri eftir Eyjafjarðarbraut vestri, veg 821 og síðan beygt til hægri inn á veg 824 merktur Möðrufell og þá er aftur beygt til hægri að Dyngjunni-listhúsi.
01.06.2022
Fréttir