Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2020, sterk staða

Fréttir
Mynd: Gunnlaugur Stefán Guðleifsson
Mynd: Gunnlaugur Stefán Guðleifsson

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 20. maí var ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2020 lagður fram.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæðu um 101 millj kr. Fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 61 millj. kr.
Heildartekjur A og B hluta voru 1,182 m. kr., sem er um 4 % hækkun frá fyrra ári og 2,6% yfir fjárhagsáætlun ársins.
Heildargjöld án fjármagnsliða, voru 1.037 m.kr en það er um 3,4% hækkun frá fyrra ári og 1% undir fjárhagsáætlun ársins.
Fjármagsliður voru 4,6 millj. kr.
Veltufé frá rekstri var 129 millj. kr. á árinu samanborið við 131 millj. kr. á fyrra ári.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2020 nam 53 millj. Ekki voru tekin ný lán á árinu 2020 en eldri lán voru greidd niður um 54 m.kr.

Langtímaskuldir A og B hluta í árslok voru 74 millj. kr. og er skuldahlutfallið 13% og skuldaviðmið 0% samkvæmt reglugerð. Leyfilegt hámark skuldahlutfalls er 150%.
Eiginfjárhlutfallið í árslok var 1.104 millj. kr. eða 84,1%