Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi

Fréttir

Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi skólaárið 2023 - 2024. Vegna eðlis starfsins og öryggis þeirra sem sækja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar er leitað að kvenkyns starfsmanni í starfið.

Í starfinu felst m.a. aðstoð við umsjónarmann félagsmiðstöðvar, viðvera á viðburðum auk ferða á vegum hennar á stærri viðburði eins og NorðurOrg og SamFés.

Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, hafa áhuga á að starfa með unglingum, hafa skilning og þekkingu á umhverfi ungmenna í dag og kostur er að hafa reynslu af starfi með unglingum. Áhersla er lögð á stundvísi og heiðarleika, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum auk þess sem viðkomandi starfsmaður þarf að vera góð fyrirmynd í hvívetna. Starfsmaður þarf að geta framvísað hreinu sakavottorði við ráðningu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2023. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá með upplýsingum um meðmælendur og kynningarbréf viðkomandi umsækjanda.

Tekið er á móti umsóknum á netfangið karlj@esveit.is.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Karl Jónsson í síma 691 6633 eða karlj@esveit.is