Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit
Eyjafjarðarsveit

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2019 og árin 2020 - 2022 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 14. desember sl.


Þrátt fyrir miklar framkvæmdir á árinu 2018, þá endurspeglar áætlun ársins 2019 áframhaldandi sterka stöðu og ábyrgan rekstur Eyjafjarðarsveitar. Þessi sterka staða gerir sveitarfélaginu kleift að sinna í fjárfestinga- og viðhaldsverkefnum án lántöku.


Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2019 í þús. kr.
Tekjur kr. 1.041.306
Gjöld án fjármagnsliða kr. 977.121
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 6.560 )
Rekstrarniðurstaða kr. 57.595
Veltufé frá rekstri kr. 104.527
Fjárfestingahreyfingar kr. 37.670
Afborganir lána kr. 16.853
Hækkun á handbæru fé kr. 50.004
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum.


Á áætlunartímabilinu 2020 - 2022 er ekki gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum. Fjárfesting og markað viðhald á tímabilinu er áætlað kr. 214 millj. og ekki gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum. Langtímaskuldir verða greiddar niður um kr. 51,8 millj. og eru þær áætlaðar í árslok 2021 kr. 77,8 millj.


Helstu verkefni ársins 2019 eru:
Gatnagerð við Bakkatröð, malbikun og frágangur gatna. Þá er gert ráð fyrir nokkru viðhaldi og lagfæringum í íþróttamiðstöð.
Á árinu 2019 er varið nokkrum fjármunum til að endurskoða deiliskipulag Hrafnagilshverfis og hefja frumhönnun á leikskóla og viðbyggingu við Hrafnagilsskóla.