Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar samþykkt

Fréttir
Eyjafjarðarsveit
Eyjafjarðarsveit

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023 og árin 2024 – 2026, var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða á 600. fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar þann 25. nóvember.

Áætlunin gerir ráð að almennur rekstur sveitarfélagsins verði í jafnvægi líkt og undanfarin ár. Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir miklum framkvæmdum.

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2023 í þús. kr.

Tekjur kr. 1.416 millj.
Gjöld án fjármagnsliða kr. 1.221 millj.
Fjármunatekjur og gjöld kr. (8.2 millj.)
Rekstrarniðurstaða kr. 141.5 millj.
Veltufé frá rekstri kr. 193.3 millj.
Afborganir lána kr. 9.2 millj.
Breyting á handbæru fé kr. (- 95 millj. )
Nýtt lán kr. 100 millj verður tekið á árinu.

Gert er ráð fyrir framkvæmdum á árinu 2023 að upphæð kr. 513 millj.
Helstu framkvæmdir ársins 2023 er viðbygging leikskóla við Hrafnagilsskóla kr. 400 millj., viðhald íþróttamannvirkja 9,3 millj. og stækkun skrifstofu kr. 13 millj. Þá er áætluð mikil uppbygging er á næstu árum í Hrafnagilshverfi og er gert ráð fyrir gatnagerð að upphæð kr. 63 millj., á árinu 2023, sem fjármögnuð er með sölu lóða.

Á áætlunartímabilinu 2024 - 2026 er gert ráð fyrir fjárfestingu uppá kr. 880 millj. og er stærsti hluti þeirra fjárfestingar viðbygging leikskóla við Hrafnagilsskóla og önnur viðbygging við Hrafnagilsskóla sem hýsa mun starfsmannarými, líkamsræktaraðstöðu og upplýsingaver. Lántaka 2024 – 2026 er áætluð kr. 400 millj.
Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir kr. 1.472 millj. á árunum 2022 - 2025 hefur almennt aðhald í rekstri og framtíðarsýn við skipulagningu fjárfestinga leitt til þess að fjárhagsstaða sveitarfélagsins verði áfram sterk og að skuldahlutfall samkvæmt reglugerð verði aðeins 23,7% en leyfilegt hlutfall er 150%.