Forstöðumaður meðferðarheimilis

Fréttir

Ný stofnun Barna- og fjölskyldustofa tók til starfa þann 1. janúar 2022. Stofnuninni er ætlað að vinna að farsæld barna í samræmi við bestu þekkingu og reynslu hverju sinni. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þar á meðal eru verkefni á sviði barnaverndar en við stofnun Barna- og fjölskyldustofu verður Barnaverndarstofa lögð niður. Barna- og fjölskyldustofa mun jafnframt gegna lykilhlutverki við samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Barna- og fjölskyldustofa leitar nú að framsæknum leiðtoga sem hefur þekkingu á málefnum barna og hæfni til að leiða nýtt meðferðarheimili að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit fyrir unglinga.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg stjórnun og rekstur heimilisins.
  • Ábyrgð á framkvæmd á faglegu meðferðarstarfi á meðferðarheimilinu.
  • Þróun meðferðarstarfs í samráði við framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu.
  • Ábyrgð á samskiptum meðferðarheimilisins út á við og samstarfi við barnaverndarnefndir og aðra lykilaðila í meðferð fjölskyldu og barns.

Hæfniskröfur

  • Sálfræðingur eða hafa lokið háskólaprófi í félagsráðgjöf, uppeldisfræði eða hliðstæðu námi með viðbótarmenntun.
  • Reynsla af meðferð barna með alvarlegan hegðunarvanda og fjölskyldna þeirra.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og geta og vilji til að hvetja aðra til árangurs.
  • Skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri kostur.
  • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg.
  • Tungumálakunnátta í dönsku, norsku eða sænsku er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um starfið gildir mat Barna- og fjölskyldustofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Vakin er athygli á að stofnunin aflar sjálf upplýsinga úr sakaskrá áður en viðkomandi hefur störf. Barna- og fjölskyldustofa hvetur alla til að sækja um, óháð kyni.

Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir þær hæfniskröfur sem gerðar eru. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.03.2022

Nánari upplýsingar veitir

Funi Sigurðsson - funi@studlar.is - 5308800

Smelltu hér til að sækja um starfið