Fullveldishátíð í Laugarborg

Kæru sveitungar. 1. des hátíðin er á föstudagkvöldið nk.
Tónlist, upplestur, leikur og skemmtun góð í boði. Endilega gefið ykkur stund í önnum daganna til að koma og njóta, kertaljós og kósýheit 😊
Mæðginin Elvý og Birkir Blær gleðja með fallegri tónlist. María Pálsdóttir og Brynjar Karl Óttarsson, sjónvarpsstjörnur með meiru, kynna Hælið og leynigestur kemur. Brynjar Karl verður með bókina sína til sölu og áritar í hléinu. Herlegheitunum stjórnar Sigríður Bjarnadóttir.
Kvenfélagið Hjálpin selur gómsætar veitingar.
Aðgangseyrir kr. 500.- Húsið verður opnað kl. 19.30. Dagskráin byrjar kl. 20.00.
Allir hjartanlega velkomir. Vinsamlega athugið að enginn posi er á staðnum.
Menningarmálanefndin