Helgihald í Eyjafjarðarsveit yfir hátíðarnar

Fréttir


Aðfangadagur
Aftansöngur í Grundarkirkju kl. 22.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.
Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.

 


Jóladagur
Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13.30.
Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.

 


Annar dagur jóla
Fjölskylduhelgistund í Munkaþverárkirkju kl. 13.00.
Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar spila jólalög. Prestur Jóhanna Gísladóttir.

 


Gamlársdagur
Hátíðarguðsþjónusta í Hólakirkju kl. 11.00.
Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Magnús G. Gunnarsson og meðhjálpari Sveinn Rúnar Sigmundsson.