Hrafnagilshátíð 16.-17. júlí – hátíð í heimabyggð

Fréttir

Kvenfélagið Iðunn býður íbúum Eyjafjarðarsveitar, gestum og gangandi að koma og fá sér rölt um Hrafnagilshverfi helgina 16. og 17. júlí.
Markaður verður í Laugarborg báða dagana og síðan mismunandi dagskrárliðir að auki laugardag og sunnudag kl. 12:00-16:00.
Hverfiskort verður sett á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, hengt upp í anddyri Íþróttamiðstöðvar/sundlaugar og í Laugarborg, þegar nær dregur.
Á kortið verður merkt hvar opnar vinnustofur og flóamarkaði verður að finna í hverfinu laugardaginn 16. júlí.