Kabarett í Freyvangi 2. og 3. nóvemberKabarettinn BRÁTT SÁÐLÁT

verður haldinn dagana 2. og 3. nóvember í Freyvangi.
Sama form verður á kabarett eins og verið hefur.

Föstudagskvöldið 2. nóvember verður kaffi og meðlæti meðan á kabarett stendur innifalið í miðaverði. Sýning hefst klukkan 20.30 og er miðaverð 1500 krónur.

Að lokinni sýningu laugardagskvöldið 3. nóvember mun hljómsveitin Miðaldamenn halda uppi rífandi stemmingu en ballið verður innifalið í miðaverði. Sýning hefst klukkan 21.30 og er miðaverð 2500 krónur. 16 ára aldurtakmark er þetta kvöld.

Miðar verða eingöngu seldir við innganginn að kvöldi sýningar en miðasalan opnar klukkutíma fyrir sýningu.