Kæru foreldrar

Fréttir

Nú stendur yfir skráning barna vegna íþróttaiðkunar vorannar. Þetta er í annað skipti sem að notast er við skráningu í gegnum Nóra kerfið, en þar geta foreldrað skráð sig inn í gegnum https://umse.felog.is/ með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Eins og áður geta börn verið skráð í eins margar greinar og það/þið kjósið en einungis er rukkað fyrir fyrstu greinina sem skráð er. Ef barnið er að stunda fleiri en eina grein þá er nauðsynlegt að skrá barnið í allar þær greinar sem hann/hún er að iðka. Hægt er að velja um að greiða æfingagjöld með kreditkorti eða að fá greiðsluseðil sendan í heimabanka. Einnig er hægt að láta senda sér kvittun fyrir greiðslu sem að nýtist til að sækja um íþróttastyrk til sveitarfélagsins.

Íþróttagjald fyrir vorönn er óbreytt frá fyrri önn, eða 15.000 kr. óháð fjölda íþróttagreina. Í lok apríl verður lokað fyrir skráningu í gengum Nóra og sendir út greiðsluseðlar til þeirra sem ekki hafa lokið skráningu. Hækkar þá gjaldið um 2.500 kr, eða upp í 17.500 kr.

Skráning í gegnum Nóra hefur reynst mjög vel og flestir fara auðveldlega í gegnum ferlið en ef að þú/þið lendið í vandræðum með skráningu þá endilega sendið okkur póst í gegnum samherjar@samherjar.is og við aðstoðum ykkur af okkur bestu getu.

Við viljum einnig benda á Sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um styrkinn á https://www.esveit.is/is/moya/news/opnad-fyrir-umsoknir-a-serstokum-ithrotta-og-tomstundastyrk-vegna-ahrifa-af-covid-19

Kær kveðja,

Stjórn UMF Samherja