Kennari í heimilisfræði

Fréttir

Óskum eftir að ráða kennara í 80-100% starf í heimilisfræðikennslu. Um er að ræða tímabundna stöðu til áramóta 2024. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast markmiðum heimilisfræði um heilbrigða lífshætti og neysluvenjur.

Leitað er eftir kennara sem:

  • Sýnir metnað í starfi.
  • Vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra.
  • Er fær og lipur í samskiptum.
  • Er skapandi og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2023. Umsóknarfrestur er til 22. júní 2023. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 699-4209 eða með netpósti á netfangið, hrund@krummi.is.