Landsátak í sundi 1.-30. nóvember 2022

Fréttir

Eins og í fyrra, ætlum við að taka þátt í landsátakinu í sundi. Þá skrá allir hvað þeir synda og í fyrra syntu landsmenn 11,6 hringi í kringum landið.

Markmiðið með átakinu er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.

Á síðunni www.syndum.is er hægt að fylgjast með hvernig gengur í átakinu. Þar er einnig hægt að búa til aðgang til þess að skrá hversu mikið er synt. Fyrir þá sem kjósa það heldur, þá verðum við með skráningarblað í afgreiðslunni þar sem fólk getur skráð vegalengdirnar. Við sendum svo þær skráningar inn vikulega.

Þeir sem skrá sig og taka þátt geta átt von á að verða dregnir út og vinna veglega vinninga.

Verum dugleg að synda og vonandi taka sem flestir þátt,
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.