Leikjaskóli vorið 2007

leikjaskoli_vor_2007_003_120 Íþrótta- og tómstundanefnd stóð fyrir leikjaskóla fyrir börn á aldrinum þriggja til fimm ára í annað sinn á þessum vetri. Þjálfari var Berglind Gunnarsdóttir, íþróttakennari.
Þátttaka var mjög góð og greinilegt að mikill áhugi er í sveitinni fyrir aukinni hreyfingu barna. Alls voru 23 börn skráð til leiks og hittust þau tíu sinnum, ýmist í sundlauginni eða íþróttahúsinu. Í lokin fengu allir þátttakendur bol og smá hressingu. Eins og á meðfylgjandi mynd má sjá, var þetta föngulegur hópur sem skemmti sér konunglega.