LISTAHÁTÍÐ Í LAUGARBORG

Fréttatilkynning
Tónlistarhúsið Laugarborg er nú í fyrsta sinn vetvangur tónlistarviðburða á dagskrá Listahátíðar. Að þessu sinni býður Laugarborg uppá þrenna tónleika í samvinnu við Listahátíð.

Tónleikar 19. maí kl. 15.00
Flytjendur: Áshildur Haraldsdóttir, þverflauta, Atli Heimir Sveinsson, píanó, Anna Guðný Guðmundsdóttir, pianó
Efnisskrá:
Tónlist fyrir flautu og flautu og píanó eftir Atla Heimi Sveinsson

Tónleikar 20. maí kl. 15.00
Flytjendur: Kvartett Kammersveitar Reykjavíkur
Efnisskrá:
Strengjakvartettar eftir Jón Leifs

Tónleikar 22. maí kl. 20.30
Flytjendur:
Tinna Þorsteinsdóttir, píanó
Efnisskrá:
Íslensk verk fyrir píanó