Páskastemming í Smámunasafni

Smámunasafnið verður opið um páskana frá 5. apríl til 9. apríl kl. 13-18 alla dagana. Þá ætlum við að vera búin að fela páskaegg vel og vandlega á milli einhverra smámuna.

egg_edjudice

 

 

 

 

 

Skyldi það vera súkkulaði eða vel skreytt páskaegg ?

SÁ Á FUND SEM FINNUR - svo má líka spyrja – HVORT VILTU FUND MINN LAUNA EÐA GEFA?

Og að sjálfsögðu verður hægt að fá sér vöfflu með gómsætu Holtssels-Hnossi.

Smámunasafnið er staðsett í Sólgarði vestanmegin í Eyjafjarðarsveit.  Keyrt er sem leið liggur framhjá Hrafnagili og áfram framhjá Melgerðismelum þar til Smámunasafni er náð. 

Sjá nánar á heimasíðu Smámunasafnsins