Skipulagslýsing deiliskipulags Kotru

Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir 2. áfanga íbúðarsvæðis í Kotru (Syðri-Varðgjá) í lögformlegt kynningarferli. Skipulagsverkefnið tekur til svæðis sem skilgreint er sem íbúðarsvæði ÍB12 í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og liggur austan Veigastaðavegar en norðan 1. áfanga íbúðarsvæðis í Kotru sem deiliskipulagður var árið 2019.

Lýsing á skipulagsverkefni
Lýsingin mun einnig liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá 5. febrúar 2020 til og með 26. febrúar 2020.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar til miðvikudagsins 26. febrúar 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið vigfus@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 601 Akureyri.

Skipulags- og byggingarfulltrúi