Sleppingar fyrir sauðfé verða þann 15. júní í ár

Fréttir

Fjallskilanefnd hefur ákveðið að seinka sleppingum sauðfjár um nokkra daga vegna aðstæðna svo sem snjóalaga og gróðurs. Þá eru fjáreigendur beðnir um að taka mið af aðstæðum á sinni afrétt eftir þann dag.

Beitartímabil vegna naugripa hefst 20. júní og lýkur 1. október. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní og lýkur 10. janúar á næsta ári.

Göngur verða eftirfarandi:

  1. Göngur fara fram 5.-8. september.
  2. Göngur fara fram 20.-22. september.

Hrossasmölun verður 4. október og stóðréttir 5. október.