Sölvi mættur í Smámunasafnið

Þann 9.júní síðastliðinn var Sölvi og fjölskylda hans flutt á Smámunasafnið til dvalar. Þar verða þau til sýnis í sumar. Skoða myndir.
Síðastliðinn vetur hafa nemendur í 1. - 4. bekk unnið að því að endurgera afkomendur Sölva, göltsins sem Helgi magri setti á land við Galtarhamar þegar hann flutti búferlum fram í Kristnes. Sölvi og gyltan sem honum fylgdi fundust þremur vetrum seinna í Sölvadal og fylgdu þeim þá 70 svín.