Starfsemi Íþróttamiðstöðvar næstu vikurnar

Fréttir
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Í ljósi samkomubannsins sem nú hefur tekið gildi, mun starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar breytast og taka mið af tilmælum Almannavarna.

Tekið er mið að því að íþróttamiðstöðin og sundlaugin nýtist yngri kynslóð íbúa gegnum starfsemi skólans milli klukkan 8:00 og 16:00. Verða almennir opnunartímar íþróttamiðstöðvarinnar því eftirfarandi:

Sundlaugin
Sundlaugin verður opin frá og með miðvikudeginum 18.mars og verður opnunartími fyrir almenning eftirfarandi:
- Opið kl 06:30-08:00
- Opið kl 16:00-22:00
- Óbreyttur opnunartími um helgar kl 10:00-20:00

Gufa, kalt kar og rennibraut verða lokuð

Við höfðum til skynsemi gesta varðandi nánd og tilmæli um 2 metra milli manna í búningsklefum, sturtum og pottinum.

Stefnt verður að því að ekki séu fleiri en 15 manns í einu í sundlaugarhúsnæðinu

Líkamsræktin
Fjöldi iðkenda í rækt verður takmarkaður við 2 í einu.
Fólk getur bókað tíma í ræktina með því að hringja í síma 464 8140 og panta tíma. Í boði verður klukkutími í senn á opnunartíma Íþróttamiðstöðvar.

Íþróttasalurinn
Íþróttasalurinn verður lokaður fyrir allri íþróttaiðkun fullorðinna út þessa viku eða þar til ÍSÍ gefur út nánari fyrirmæli þar að lútandi.

 

Annars hvetjum við alla til að halda áfram að hreyfa sig, hvort sem það er hjá okkur eða nýta góða veðrið og náttúruna.