Tónleikar í Laugarborg

annaltil_120Anna Áslaug Ragnarsdóttir leikur á píanó
Sunnudaginn 5. október 2008 kl. 15:00
Aðgangseyrir kr. 2.000,-
Tónlistarhúsið Laugarborg


Anna Áslaug Ragnarsdóttir hóf tónlistarnám sitt hjá föður sínum, Ragnari H. Ragnar við Tónlistarskóla Ísafjarðar og nam síðar hjá Árna Kristjánssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Að loknu einleikaraprófi fór hún til framhaldsnáms á Bretlandi, Ítalíu og í Þýskalandi. Anna Áslaug hefur komið fram sem píanóleikari víða um Evrópu og Norður Ameríku.
Á Íslandi hefur hún oft leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og haldið einleikstónleika víðs vegar um landið, meðal annars á vegum Myrkra músíkdaga, Norrænna Músíkdaga, Tíbrár og Tónlistarfélaganna í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri. Hún hefur leikið inná upptökur fyrir Ríkisútvarpið og Sjónvarpið. Íslensk Tónverkamiðstöð gaf út hljómplötu þar sem hún leikur verk íslenskra höfunda. Á síðari árum hefur hún einnig verið meðleikari með ljóðasöng og kammertónlist og meðal annars komið fram hjá Kammermúsíkklúbbnum í Reykjavík og á sumartónleikum LSÓ.

Jafnframt hefur Anna Áslaug stundað píanókennslu, m. a. kenndi hún eitt ár við Tónlistarskóla Akureyrar.

Anna Áslaug er búsett í München og Reykjavík.