Torfur, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir svínabú

Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 29. nóvember 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er 15,0 ha spilda sunnan Finnastaðarár sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagstillagan tekur til byggingar tveggja gripahúsa að stærð samtals u.þ.b. 5700 fm auk tilheyrandi fóðursílóa, hauggeymslu og starfsmannahúss. Ráðgert er að á hverjum tíma verði fjöldi grísa í eldi 2400 og fjöldi gylta 400. Framkvæmdin fellur undir lið 1.10 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er því tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar. Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu liggur frammi á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar milli 27. desember 2018 og 14. febrúar 2019 og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til miðvikudagsins 14. febrúar 2019. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Deiliskipulag - tillaga - Greinargerð og umhverfisskýrsla

Deiliskipulag - tillaga - Uppdráttur