Umferðaröryggisáætlun – ábendingar varðandi heimreiðar

Fréttir

Kæru íbúar, skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar er nú á lokametrunum við gerð umferðaröryggisáætlunar í sveitarfélaginu. Kallað er eftir ábendingum frá íbúum og vegfarendum um hættulegar heimreiðar.

Við ábendingarnar skal taka mið af eftirfarandi forsendum:

  1. Óskráð en þekkt slys eru á heimreiðinni
  2. Aðkoma að þjóðvegi er brött
  3. Stefna gatnamóta við þjóðveg er ekki í um það bil 90 gráðum
  4. Heimreið frá þjóðvegi og niður að húsum er brött og í beinni stefnu að húsi
  5. Heimreið er brött og með hættulegri beygju

Ábendingar sendist á finnur@esveit.is merkt Umferðaröryggisáætlun