Auglýsingablaðið

561. TBL 03. febrúar 2011 kl. 13:45 - 13:45 Eldri-fundur

ATHUGIð!
Vegna breytinga á dreifingu fjölpósts hjá íslandspósti verður auglýsingablaðið framvegis prentað á miðvikudögum og dreift á fimmtudögum.  Auglýsingar þurfa því að berast fyrir kl. 9:00  á miðvikudagsmorgnum.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Sveitarstjórnarfundur
398. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 8. febrúar n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og á heimasíðu sveitarinnar, www.eyjafjardarsveit.is. Sveitarstjóri


Stærð frístundahúsa í Eyjafjarðarsveit – breyting á aðalskipulagi
í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 18. janúar 2011, er hér með auglýst breyting á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar þess efnis að lágmarksstærð frístundahúsa verði 35 m² í stað 50 m² áður.
Um óverulega breytingu á aðalskipulagi er að ræða og málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjóri


Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar
Aðalfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn 5. febrúar 2011, kl. 11 í Laugarborg. Nýjar konur velkomnar.
Kveðja, stjórnin


Kvenfélagið Aldan-Voröld
Aðalfundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 19. febrúar n.k. kl. 12:00. 
Munið eftir árgjaldinu. Nýjar félagskonur velkomnar. Sjáumst hressar og kátar.
Stjórnin


Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár
Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár verður haldinn mánudagskvöldið 14. feb.  Kl. 20.30. í Funaborg. í áðursendu fundarboði er mánudagurinn sagður 15.  Beðist er velvirðingar á því.
Stjórnin.


Messa í Hólakirkju
Messa verður í Hólakirkju sunnudaginn 6. febrúar kl. 11. Ræðuefni: Nútíminn og sannleikurinn. Kór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Daníels þorsteinssonar. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur í Eyjafjarðarprófastsdæmi


Frá Félagi eldriborgara í Eyjafirði
þorrablót félagsins verður haldið í  Félagsborg föstudaginn 11. febrúar n. k.
Húsið opnað kl. 19.00 borðhald hefst kl. 19.30.   þeir sem ekki hafa skráð sig í
Félagsborg látið vita í síma:
Sigurgeir Staðarhóli, hs. 463-1184  gsm. 864-7466
Vilborg  Ytra-Laugalandi  hs. 463-1472  gsm. 868-8436
Addi Laugarholti, hs. 463-1203  gsm. 893-3862
Kristín  Litla- Hóli,  hs. 463-1347  gsm. 866-9355


Fundarboð
Aðalfundur Félags aldraðra Eyjafirði 2011 verður haldinn í Félagsborg sunnudaginn 13. febrúar kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýjir félagar velkomnir.
Mætum sem flest, Stjórnin


Minjasafnið á Akureyri
Getur þú hjálpað okkur?     Kannt þú álfasögur eða frásögn af huldufólki ?
átt þú í  fórum þínum mun / muni er tengjast álfum eða huldufólki ?
Næsta sýning Minjasafnins á Akureyri 2011 tengist álfum og huldufólki  og við óskum eftir þINNI  aðstoð til að gera hana enn forvitnilegri.
Getur þú hjálpað okkur?
Hafðu endilega samband í síma 462 4162 eða á netfangið haraldur@minjasafnid.is


árshátíð unglingastigs
árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 11. febrúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu.

Nemendur í 8., 9. og 10. bekk  sýna stytta útgáfu af Gúmmí Tarsan og kennarar  á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika sjá nemendur um búninga, förðun og ýmsa tæknivinnu á sýningunni.

Verð aðgöngumiða er 600 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.100 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur á unglingastigi

Getum við bætt efni síðunnar?