Auglýsingablaðið

591. TBL 01. september 2011 kl. 08:54 - 08:54 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
406. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, þriðjudaginn 6. september n.k. og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is, frá og með föstudeginum 2. september.
Sveitarstjóri

 

Aðalfundur Freyvangsleikhússins
Aðalfundur Freyvangsleikhússins verður haldinn í Freyvangi 9. sept. n.k. kl. 20:00.
Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf.
Fyrir fundinum liggur lagabreytingartillaga um að orðin: "árstillag næsta árs." falli út úr upptalningu í 4. grein.
Gamlir sem nýir félagar hvattir til að mæta. Boðið verður upp á grill og gleði eftir fund. áhugaverð verkefni framundan.
Sjáumst sem flest, stjórn Freyvangsleikhússins

 

Til leigu
Lítil íbúð til leigu í Reykárhverfi. Upplýsingar í síma 849-0781, eftir kl. 16.

 

áríðandi tilkynning
Kaffi kú, er nýr kaffibar hér í sveit og verður formlega opnaður laugardaginn 3. sept. Kaffi kú er staðsett á fjósloftinu í fjósinu að Garði. þar hefur verið útbúinn glæsilegur bar þar sem hægt er að ganga út á svalir inní fjósið sem búið er að loka af og fylgjast með kúm og kálfum.
Allir íbúar Eyjafjarðarsveitar boðnir velkomnir.
Opnunartími staðarins er sem hér segir:
Laugardaginn 3. sept. kl. 19-01 og sunnudaginn 4. sept. kl. 14-23.

 

Breytingar á sorphirðu
Nú um mánaðamótin verða breytingar á sorphirðu í sveitarfélaginu. íslenska Gámafélagið hættir sorphirðu en mun í staðinn aka sorpi til urðunar á nýjum urðunarstað í Stekkjarvík í Húnavatnssýslu. Er íG þökkuð góð þjónusta fram til þessa. Vegun ehf. mun sjá um að aka dýrahræjum og Gámaþjónustu Norðurlands mun sjá um sorphirðuna og rekstur gámavallarins norðan við Hrafnagilsskóla.
önnur gámasvæði verða lögð af og gámavöllurinn verður lokaður af og einungis opinn frá kl. 13 -17 á föstudögum og 11-15 á laugardögum.
íG mun fjarlægja þau ílát sem eru notuð núna og GN setja ný í staðinn. Fyrst verður komið með tunnur undir óflokkaðan úrgang og síðan verður tunnum undir flokkaðan úrgang dreift ásamt leiðbeiningum um flokkunina.
Umhverfisnefnd

Getum við bætt efni síðunnar?