Auglýsingablaðið

597. TBL 13. október 2011 kl. 08:39 - 08:39 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
408. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, þriðjudaginn 18. október n.k. og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri

 

Freyvangsleikhúsið býður þér í leikhús
Freyvangsleikhúsið býður sveitungum í Eyjafjarðarsveit að koma og sjá sýninguna NýVIRKI - níu ný stuttverk n.k. föstudag 14. október kl. 20:00 í Freyvangi. þeir sem vilja þiggja þetta boð eru vinsamlega beðnir að panta miða fyrirfram á www.freyvangur.net eða í síma 857-5598.
það er óþarfi að örvænta þó þú komist ekki á þessa sérstöku boðssýningu því stefnt er að því að sýna á föstudögum og laugardögum í október. Miðaverði er stillt í hóf eða kr. 1.500,- og alltaf gott tilboð í gangi í veitingasölu.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest, Freyvangsleikhúsið

 

Vetrarstarf umf. Samherja
Minnum á að nú er vetrarstarf Samherja hafið af fullum krafti. á haustönn er boðið uppá fótbolta, frjálsar, badminton, sund og leikjaskóla. æfingatöflu má sjá á heimasíðu félagsins  www.samherjar.is
þar er einnig að finna upplýsingar um æfingagjöld en athygli er vakin á því að börn greiða aðeins eitt æfingagjald, óháð fjölda greina sem þau æfa.
Með von um að sjá sem flesta, stjórnin

 

Kæru sveitungar
Nú er okkar eina sanna Uppskeruhátíð að bresta á laugardaginn 22. október í Funaborg. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhaldið hefst kl 20:30.
Miðaverð er kr. 4.500,- Innifalið er NóGUR matur, skemmtiatriði og dansleikur.
á matseðlinum er nautakjöt, fyllt lambalæri og meðlæti, ásamt kaffi og konfektköku í eftirrétt.
Hljómsveitin Cantabile leikur fyrir dansi fram á nótt.
Miðapantanir hjá Kristínu Hermanns á netfangið merkigil10@simnet.is og í síma 846-2090 til og með mánudeginum 17. okt
þau félög sem standa að þessari Uppskeruhátíð eru: Búnaðarfélögin, Dalbjörg, Félag aldraðra, Fjárræktarfélögin, Funi, kvenfélögin, Lions og Samherjar.
Félagsmenn og aðrir sveitungar eru hvattir til að mæta og ef það eru fleiri félög sem hafa áhuga á að vera með endilega verið í sambandi við Kristínu Hermannsd.
Kvenbúnaðarhjálparfélagið SamFuni.Uppskeruhátíð Mardallar
Sunnudaginn 16. 10. 2011, kl. 13:00 - 17:00 við ”Dyngjuna-listhús” í landi Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit. Boðið upp á ýmiss konar listmuni, gómsæta vöru og tekið verður til í geymslum og fagrir munir skipta um eigendur. Forn vöruskipti verða í heiðri höfð.
Uppskeruhátíðin er haldin í samstarfi við Mardöll – félag um menningararf kvenna.
Nánari upplýsingar og leiðarlýsing hjá Höddu í síma 899-8770 og hadda@simnet.is
Sjá nánar á http://www.mardoll.is
Við erum undir berum himni, svo klæðið ykkur samkvæmt því.

 

óskilahross
Rauðstjörnótt hryssa c.a. 2 vetra er í óskilum eftir stóðréttina á þverá. Merin er örmerkt en merkið ekki skráð. örmerkið er 352098100039970. Frekar upplýsingar veitir Hörður í síma 897-2942 eða 462-4942

 

Húsnæði óskast til leigu
Fjölskyldu vantar hús til leigu í Eyjafjarðarsveit. Aðeins langtímaleiga kemur til greina. Vinsamlega hringið í 899-1217.

 

Iðunnarkonur
Næsta Iðunnarkvöld verður 19. okt. 2011 kl. 20:00 í fundarherberginu í Laugarborg.
Bækur, prjón, hekl og spjall :) Sjáumst hressar.
Kveðja stjórnin

 

Aldan-Voröld
Haustfundurinn verður haldinn í Félagsborg fimmtudaginn 20. okt. kl. 20:00.
á dagskrá eru venjuleg fundarstörf og óvænt uppákoma okkur til skemmtunar.
Stjórnin

 

Sveitarómantík á Kaffi Kú
Lifandi tónlist mun hljóma á Kaffi Kú næstkomandi laugardagskvöld frá kl. 22. þá munu Atli Már og Langi mangi koma úr kaupstað og halda uppi stemningunni. Gúllassúpan verður á sínum stað á 1.000 krónur alla helgina ásamt freistandi tilboðum :) Svo verður að sjálfsögðu sætabrauðið frá Sauðárkróksbakarí ásamt fleiru á sínum stað yfir daginn.
P.s. barþjónninn nýi á ennþá nokkra gæðinga til sölu.
Opnunartíminn á Kaffi Kú næstkomandi helgi verður:
Laugardagur: 14-01
Sunnudagur: 14-18

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?