Auglýsingablaðið

971. TBL 27. desember 2018 kl. 15:44 - 15:44 Eldri-fundur

Auglýsingablaðið
Auglýsingablaðið kemur næst út miðvikudaginn 9. janúar.
Auglýsingar þurfa því að berast fyrir kl. 10:00, þriðjudaginn 8. jan. í síma 463-0600 eða í tölvupósti á esveit@esveit.is.


Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar
Opið er á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í dag 28. des. kl. 10:00-14:00. Lokað miðvikudaginn 2. janúar 2019. Opið verður frá og með 3. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.


Íbúar Eyjafjarðarsveitar
Óskum íbúum Eyjafjarðarsveitar blessunarríks nýs árs og þökkum innilega veittan stuðning á liðnu ári.
Bestu kveðjur.
Félag aldraðra í Eyjafirði.

K-listinn þakkar stuðninginn og óskar öllum sveitungum gleðilegrar jólarestar með ósk um farsæld á komandi ári. Hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni, sveitarfélaginu og íbúum þess til góða árið 2019.
Ásta, Siggi, Sigga, Eiður

Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla
Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla.
Opnunartímar verða sem hér segir:
• 28. desember kl. 13:00-22:00
• 29.-30. desember kl. 10:00-22:00
• 31. desember kl. 9:00-16:00
• 5. janúar kl. 19:00-21:00 í Dalborg
Við minnum á að gæta öryggis við meðferð flugelda, s.s. gæta að því að allir noti flugeldagleraugu, séu í hæfilegri fjarlægð frá skotstað og auðvitað nota vöruna eins og til er ætlast.
Flugeldasalan er ein af okkar stærstu fjáröflunum og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest styrkja björgunarsveitina í okkar heimabyggð.
Kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg.
P.s. Það er alltaf heitt á könnunni!

Jólatrésskemmtun Hjálparinnar í Funaborg 2018
Jólatrésskemmtun Hjálparinnar verður haldin laugardaginn 29. desember kl. 13:30 í Funaborg á Melgerðismelum. Dansað verður í kringum jólatré, hressir gestir koma í heimsókn með góðgæti í poka.
Hjálparkonur bjóða uppá gómsætar veitingar, kökur og kruðerí 😊
Allir hjartanlega velkomnir.
Jólakveðjur, Kvenfélagið Hjálpin.


Torfur, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir svínabú
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 29. nóvember 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er 15,0 ha spilda sunnan Finnastaðarár sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagstillagan tekur til byggingar tveggja gripahúsa að stærð samtals u.þ.b. 5700 fm auk tilheyrandi fóðursílóa, hauggeymslu og starfsmannahúss. Ráðgert er að á hverjum tíma verði fjöldi grísa í eldi 2400 og fjöldi gylta 400. Framkvæmdin fellur undir lið 1.10 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er því tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar. Skipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar milli 27. desember 2018 og 14. febrúar 2019 og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til miðvikudagsins 14. febrúar 2019. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.

ÁRAMÓTAGLEÐI „TANTE GRETHE“
Um leið og við í Bakgarðinum þökkum ykkur samfylgdina á árinu sem er að líða minnum við á útsöluna okkar laugardaginn 29. desember. Aðeins þennan eina dag! Freyðivín og „flødeskum“.
Opið kl. 14:00 – 18:00.
Ath. Lokað er annars milli jóla og nýárs opnum aftur föstudaginn 11. janúar 2019.



Opnunartími íþróttamiðstöðvar um áramót & breyttur opnunartími á nýju ári 
28. des. Opið kl. 06:30-21:00
29. des. Opið kl. 10:00-17:00
30. des. Opið kl. 10:00-17:00
31. des. Lokað
1. jan. Lokað*
2. jan. Opið kl. 10:00-22:00

Frá 3. janúar 2019 mun opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar vera:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 06:30-22:00
Föstudaga kl. 06:30-20:00
Laugardaga og sunnudaga k. 11:00-18:00


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Föstudaginn 28. desember er opið frá kl. 16:00 – 19:00.
Við opnum síðan aftur fimmtudaginn 3. janúar og þá er opið eins og venjulega.
Venjulegir opnunartímar bókasafnsins:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.


Ágætu sveitungar
Við hjónin á Syðra-Laugalandi stöndum senn á krossgötum lífs okkar og þurfum að hverfa frá Syðra-Laugalandi á vormisseri.
Okkur langar helst ekki að flytja úr Eyjafirði og erum að leita að íbúð eða húsi til leigu eða kaups. Ég hafði samband við stjórnanda flutningsfyrirtækis á Akureyri og innti hann eftir því hvort hann myndi taka að sér flutninginn. Hann þagði um hríð og sagði svo: „Áttu nokkuð jafnmargar bækur og séra Bolli Gústafsson?“ Ég hélt ekki og hyggst hann því taka verkefnið að sér.
Við þurfum a.m.k. fjögurra herbergja íbúð og helst með bílskúr.
Bestu kveðjur í sveitina, Hannes og Svana.

Getum við bætt efni síðunnar?