Auglýsingablaðið

984. TBL 02. apríl 2019 kl. 13:32 - 13:32 Eldri-fundur


Eyjafjarðarsveit - auglýsing deiliskipulagstillaga
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eftirtalin verkefni:

Svönulundur úr landi Holtsels – íbúðarsvæði fyrir eitt einbýlishús.
Kotra úr landi Syðri-Varðgjár – íbúðarsvæði fyrir sex einbýlishús.
Arnarholt úr landi Leifsstaða – frístundasvæði fyrir fjögur frístundahús.

Skipulagstillögurnar taka ekki til framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Skipulagstillögurnar mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 1. apríl 2019 til og með 13. maí 2019. Tillögurnar verður einnig aðgengilegar á vef sveitarfélagsins, esveit.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar til mánudagsins 13. maí 2019. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið vigfus@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 601 Akureyri.


Sumarstarf í sundlauginni
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða karlmann í sumarvinnu. Viðkomandi verður að vera orðinn 18 ára.
Um er að ræða 100% starf sem felur m.a. í sér afgreiðslu, þrif, sundlaugargæslu og umsjón með tjaldvæði.
Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, stundvísi og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða.
Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is.
Nánari upplýsingar gefur Erna Lind í síma 895-9611.


Messa verður í Möðruvallakirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 11:00. Kórinn syngur lög og texta frá æfingardegi Kirkjukórasambands Eyjafjarðar fyrir stuttu. Þar á meðal lag eftir organistann Daníel Þorsteinsson. Fermingarbörn aðstoða við messuna. Prestur sr. Guðmundur ræðir um það hvort mögulegt sé að eiga samtal við æðri mátt.
Allir velkomnir.


Frá Félagi eldri borgara Eyjafjarðarsveit
Fimmtudaginn 4. apríl kl. 13:00 hittumst við í Félagsborg. Þaðan förum við í Tónlistarskóla Eyjafjarðar í boði Maríu Gunnarsdóttur og hlýðum á söng nemenda o.fl. Þar á eftir kl. 14:00 kemur Hugrún Hjörleifsdóttir og flytur erindi um Evrópu-verkefni sem hún er að vinna að um málefni eldri borgara.
Kaffisopi í boði félagsins. Mætum sem flest.
Stjórnin.


Sumarferð Félags eldri borgara!
Ferðin er fyrirhuguð 1.-4. júní. Fyrsta daginn verður ekið alla leið til Hafnar í Hornafirði og gist þar í 2 nætur. Þaðan er svo farið í Skaftafell, Þórbergssetur, Flatey, Smyrlabjörg, Skógey, Hoffell o.fl. Síðustu nóttina verður gist í Berunesi í Berufirði og þá skoðað m.a. steinasafn Petru á Stöðvarfirði, safnið á Fáskrúðsfirði o.fl. Síðast er svo kvöldverðarhlaðborð að Narfastöðum í Reykjadal. Kostnaður áætlaður 80.000-85.000 kr., eftir fjölda farþega. Þátttaka tilkynnist til Ólafs í síma 894-3230, Jófríðar í síma 846-5128 eða Reynis í síma 862-2164, fyrir 1. maí.
Nefndin.


Fundarboð
Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl
kl. 11:00 á Kaffi Kú.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Farið yfir ársreikning.
Sigtryggur kemur með fróðlegt erindi.
Kaffi Kú verður með eitthvað hádegissnarl.
Kv. stjórnin.


Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Valið í kjörnefnd
3. Önnur mál
Allir velkomnir.
Sóknarnefndin.


Jóga á Jódísarstöðum!
Liðkandi - styrkjandi og slakandi KUNDALINI YOGA tímar á fimmtudögum kl. 17:30-18:45. Örfá pláss laus. Verð: 1.800 kr. stakur tími/14.400 kr. 10 tímar. Velkomin/n í frían prufutíma.
Dásamlegir YOGA NIDRA djúpslökunartímar á fimmtudögum kl. 20:00-21:00. Verð: 1.500 kr. stakur tími/11.000 kr. 10 tímar. Velkomin í frían prufutíma. Hvar: Jódísarstöðum 4, Eyjafjarðarsveit. Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com eða í síma 898-3306. Tilvalið fyrir saumaklúbba og vinahópa að koma í Yoga Nidra tíma. Hámark 10 í hóp.
Vertu velkomin/n! Kv. Þóra Kundalini- og Yoga Nidra kennari.


Dekraðu við sjálfan þig fyrir páskana og pantið tímanlega !!!
Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir, hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Er með opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 14:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

Getum við bætt efni síðunnar?