Auglýsingablaðið

1018. TBL 28. nóvember 2019


Sveitarstjórnarfundur

540. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, mánudaginn 2. desember og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Verið velkomin í Laugarborg á fullveldisdaginn!
Þjóðháttafélagið Handraðinn ásamt Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar verða með kaffihlaðborð í Laugarborg á fullveldisdaginn 1. desember. 

Það verður þjóðlegt með kaffinu, þjóðbúningar verða til sýnis, handverksfólk að störfum og nemendur Tónlistarskólans koma fram. Húsið opnar kl. 14:00. Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir öll börn á grunnskólaaldri og þá sem koma í þjóðbúning! Kaffihlaðborð kostar 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri, 1.000 kr. fyrir 6-12 ára. Frítt fyrir þau yngstu.


Helgihald í Laugalandsprestakalli aðventu og jól 2019

8. desember  -  Aðventusamvera sunnudagaskólans í Félagsborg kl. 11:00

-  Aðventukvöld í Grundarkirkju kl. 20:00

24. desember  -  Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00

25. desember  -  Hátíðarmessa í Hólakirkju kl. 11:00

  -  Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30

26. desember  - Helgistund í Möðruvallakirkju kl. 11:00

31. desember  - Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl. 11:00

Ég bið að þið njótið aðventunnar sem gengur í garð næstkomandi sunnudag og að við hittumst heil yfir hátíðarnar. 
Kær kveðja, Jóhanna prestur. johanna.gi@kirkjan.is / S: 696-1112


Heimildarmyndin Gósenlandið, Elín Methúsalemsdóttir 3. des. kl. 20:00 

Menningarmálanefnd bíður íbúum Eyjafjarðarsveitar og öðrum áhugasömum á kvikmyndasýningu í Laugarborg þriðjudaginn 3. des. kl. 20:00. 

Heimildamyndin Gósenlandið er sögð með hjálp Elínar Methúsalemsdóttur heitinnar og fjölskyldu hennar, þar sem fjallað er um íslenska matarhefð og þær breytingar sem hafa átt sér stað í matarsögu Íslendinga. Elín sat sem barn við hlóðirnar í gamla burstabænum að Bustarfelli og tók þar síðar við búsforráðum og fluttist á sjöunda áratug í nýtískulegt hús við hliðina á því gamla. Dóttir hennar tók síðan við búinu með eiginmanni sínum sem nú gengur áfram til sonarins.

Farið er víða um land og rætt ýmist við þá sem stunda matarframleiðslu eða fræðimenn, allt eftir því sem viðtalið við Elínu gefur tilefni til.

 

Minningarmót Ólivers í frjálsum 30.11.2019

Minningarmót Ólivers verður haldið laugardaginn 30. nóvember í Boganum.

10 ára og yngri kl. 11:00-12:20 (mæta kl. 10.45).

11 ára og eldri kl. 11:00-16:00.

Greinar: 60 m, 60 m grind, langstökk, hástökk, kúla, 600m.

Gjald: 1.500,- kr. fyrir 10 ára og yngri en 3.000,- kr. 11 ára og eldri.

Síðasti dagur skráningar er fimmtudagurinn 28. nóvember. Skráning hjá Unnari í s. 868-4547. Ef þið sendið sms þá þarf fullt nafn, kennitölu og keppnisgreinar.

 


SYNGDU MEÐ – í Laugarborg föstudagskvöldið 29. nóv. kl. 21:00-23:00

Tilraunaverkefni í sveitinni

Getum við bætt efni síðunnar?