Auglýsingablaðið

1036. TBL 01. apríl 2020

Auglýsingablað 1036. tbl. 12. árg. 1. apríl 2020.


Kaffispjall og þakkir til ykkar

Kæru íbúar
Á þessum sérkennilegu tímum sem við nú lifum á langar mig að koma til ykkar sérstökum þökkum. Þökkum fyrir samheldni, stuðning hvort við annað og fyrir að bregðast við með jákvæðum og lausnamiðuðum hætti.
Ég hef boðið uppá kaffispjall með sveitarstjóra á netinu þar sem spjallað er um daginn og veginn. Góð mæting var í netheima síðastliðinn mánudag og verður leikurinn endurtekinn föstudaginn 3. apríl kl. 14:00 og þriðjudaginn 7. apríl kl. 16:30. Vonandi sé ég sem flesta.
Hlekki á viðburðina sem fara fram í netumhverfinu Zoom má finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og á viðburði á fésbókarsíðunni Íbúar Eyjafjarðarsveitar.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.



Skilafrestur auglýsinga fyrir næsta auglýsingablað verður fyrir kl. 10:00 mánudaginn 6. apríl

Auglýsingar sendist á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600.
Blaðinu verður dreift um sveitina þriðjudaginn 7. apríl.



Kotra, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir annan áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir annan áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er rúmir 6 ha að flatarmáli og er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB13. Skipulagssvæðið afmarkast af lóð gistiheimilisins Hafdals hotel í vestri, landamerkjum Ytri-Varðgjár í norðri og skipulagsmörkum fyrri áfanga íbúðarsvæðis ÍB13 í suðri.
Skipulagstillagan mun liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar milli 30. mars og 11. maí 2020 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til mánudagsins 11. maí 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.



Skipulags- og byggingarfulltrúi
minnir á að sumardagurinn fyrsti sé fimmtudaginn 23. apríl og boðar að þeir bændur sem á landi sínu láti snjó standa í sköflum 1,0 m háum eða meira eftir þann tíma muni sæta sektum.



Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Eins og staðan er í dag er bókasafnið eingöngu opið á þriðju-, miðviku- og fimmtud. frá kl. 16:00-19:00. Þetta getur þó breyst með mjög stuttum fyrirvara og verður þá auglýst á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar: esveit.is.
Að sjálfsögðu ber að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mögulegt er, t.d. handþvott og sprittun áður en komið er inn á safnið og áður en farið er út aftur. Þær bækur sem koma inn eru sótthreinsaðar eins og kostur er og fara ekki í útlán strax. Síðasti dagur fyrir páskalokun er fimmtudagurinn 2. apríl og
safnið opnar aftur að öllu óbreyttu þriðjudaginn 14. apríl.



Þrjú áhrifarík ráð fyrir hundaeigendur – til að stuðla að almennri ánægju

1. Keyptu nokkrar rúllur af hundaskítspokum – Þeir fást í flestum búðum.
2. Hafðu alltaf pokarúllu meðferðis – Hvert sem þú ferð.
3. Hreinsaðu alltaf upp eftir hundinn þinn – Kenndu öllum fjölskyldumeðlimum að gera það líka þegar farið er með hundinn í göngutúr.
Bestu kveðjur frá hundaeiganda í Hrafnagilshverfi.


Húsnæði óskast
Þriggja manna fjölskylda óskar eftir húsnæði í Eyjafjarðarsveit frá byrjun sumars.
Þau eru til í að skoða alla möguleika, jafnvel kemur til greina vinna á bóndabæ gegn húsnæði.
Áhugasamir hafi samband með tölvupósti á skindbjerg13@gmail.com eða í síma 776-4151, Sarah S. Larsen.


Óskum eftir starfskrafti á aldrinum 14-16 ára í sumar við almenn sveitastörf.
Hjörtur og Helga, Víðigerði, sími 894-0283.

 

Getum við bætt efni síðunnar?